19. apríl - Central Park-árásin: Ráðist var á skokkarann Trisha Meili og henni nauðgað og misþyrmt hrottalega í Central Park í New York-borg. Fimm unglingar voru dæmdir fyrir árásina en reyndust saklausir þegar hinn raunverulegi árásarmaður játaði sök sína mörgum árum síðar.
17. maí - Alþingi samþykkti lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem meðal annars fól í sér flutning á rekstri grunnskóla til þeirra síðarnefndu.
17. maí - Meira en milljón mótmælenda gengu í gegnum Beijing og kröfðust lýðræðisumbóta.
4. júní - Samstaða vann yfirburðasigur í þingkosningum í Póllandi.
4. júní - Lestarslysið í Ufa: 575 létust þegar neistar frá lestarvögnum ollu sprengingu í lekri gasleiðslu.
5. júní - Óþekktur kínverskur mótmælandi tók sér stöðu fyrir framan röð af skriðdrekum á Torgi hins himneska friðar í Beijing og stöðvaði þá tímabundið.
6. júní - Írönsk yfirvöld hættu við útför Ruhollah Khomeini eftir að fylgjendur hans höfðu nærri steypt kistu hans til jarðar til að ná bútum af líkklæðinu.
17. júlí - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
18. júlí - Bandaríska leikkonan Rebecca Schaeffer var myrt af geðsjúkum aðdáanda. Atvikið leiddi til setningar fyrstu laga gegn eltihrellum í Kaliforníu.
7. október - Í Reykjavík var opnuð sýning í tilefni af 150 ára afmæli ljósmyndunar. Á sýningunni var meðal annars mynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur, en hún var systir Jónasar skálds.
21. desember - Leiðtogi Rúmeníu, Nicolae Ceaușescu, hélt ræðu frammi fyrir 110.000 manns utan við höfustöðvar kommúnistaflokksins í Búkarest. Fólkið gerði hróp að honum og hann skipaði hernum að ráðast gegn því.