Leikfélag Reykjavíkur

Leikfélag Reykjavíkur er leikfélag sem stofnað var 11. janúar 1897 í þeim tilgangi að standa fyrir leiksýningum í Reykjavík. Leikfélagið er það elsta á Íslandi sem hefur starfað án hlés frá stofnun.[1] Félagið rekur Borgarleikhúsið við Listabraut í Reykjavík en frá upphafi og til ársins 1989 starfaði það í Iðnó við Tjörnina.

Saga félagsins

Fyrsta opinbera leiksýningin á Íslandi var haldin árið 1854 í Reykjavík þegar gamanleikurinn Pak eftir Thomas Overskou var frumsýndur.[2] Í kjölfari var stofnaður Kúlissusjóðurinn en hann leigði út leikmuni, búninga og tjöld.[3] Við stofnun fékk Leikfélag Reykjavíkur eignir Kúlissusjóðsins en leiksýningar félagsins voru haldnar í hinu nýbyggða Iðnaðarmannahúsi (Iðnó).

Leikfélag Reykjavíkur var áhugamannaleikfélag til ársins 1963 þegar Sveinn Einarsson varð fyrsti atvinnuleikhússtjóri félagsins. Leikarar fengu laun fyrir að taka þátt í sýningarkvöldum en starf félagsins fór fram utan dagvinnutíma því flestir meðlimar unnu annað aðalstarf.[1]

Þegar Þjóðleikhúsið var stofnað árið 1949 voru margir félagar Leikfélags Reykjavíkur ráðnir þangað. Þjóðleikhúsið fékk jafnframt flestar eignir félagsins. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsemi félagsins til skamms tíma en leiddi til ákveðinnar endurskipulagningar á starfseminni til lengri tíma.

Leikfélagið var alla tíð leigjandi í Iðnó en eftir að það varð atvinnuleikhús var leitað að stærri sýningarrýmum. Leikið var í Tjarnarbíói, í Austurbæjarbíói og í vöruskemmu við Grandaveg.[1] Ákveðað var að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi LR í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið reis við Listabraut í Reykjavík og var nefnt Borgarleikhúsið og var tekið í notkun í október 1989.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur frá 1963

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Leikfélag Reykjavíkur. Ágrip af sögu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Geymt 30 ágúst 2015 í Wayback Machine, Skoðað 30. ágúst 2015.
  2. „1854: Fyrsta opinbera leiksýning á Íslandi“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 31 ágúst 2015.
  3. „1866: Kúlissusjóður stofnaður“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 31 ágúst 2015.

Heimildir

Tenglar