Íshúsið við Tjarnargötu var reist árið 1913 af Ísfélaginu við Faxaflóa. Eftir að félagið varð gjaldþrota 1934 eignaðist Reykjavíkurborg húsið. Það var m.a. notað af íþróttamönnum til æfinga að vetrarlagi. Knattspyrnufélögin æfðu þar og árið 1939 mun fyrsta frjálsíþróttamótið innanhúss hafa farið fram í húsinu þar sem keppt var í stökkum og kúluvarpi, var þess getið í lýsingu á mótinu að gólf íshússins hefði verið úr mjög svipuðu efni og á íþróttavellinum.[1]
Árið 1941 var samþykkt að Háskóli Íslands fengi bygginguna til afnota undir kvikmyndasýningar. Háskólinn hóf rekstur kvikmyndahúss í húsinu árið 1942, til að ávaxta fé Sáttmálasjóðs. Fyrsti forstjóri Tjarnarbíós var Pétur Sigurðsson Háskólaritari. Húsið tók 396 áhorfendur í sæti.
Árið 2008 var farið í endurbætur á húsinu sem lauk 2010. Þá tóku Sjálfstæðu leikhúsin við rekstri hússins sem hefur síðan verið nýtt undir sýningar margra sviðslistahópa.