Ölduselsskóli er grunnskóli í Reykjavík fyrir 1-10. bekk. Hann er staðsettur í Ölduseli 17, Reykjavík.
Skólinn
Ölduselsskóli tók til starfa haustið 1975. Nemendur voru þá tæplega 100 og kennarar 4 auk tveggja stundakennara og skólastjóra. Að vori fyrsta skólaárs voru nemendur 104, tveimur árum síðar 590, 799 árið 1980 en hámarki var náð skólaárið 1982-1983 en þá voru nemendur 936. Eftir það fór að fækka, niður í 602 árið 1990 og 532 árið 1993. Undanfarin þrjú ár hafa nemendur verið um 520 og er nú heldur að fjölga aftur í yngstu bekkjardeildunum. Starfsmenn skólans eru 75 þar af 48 kennarar að skólastjórnendum meðtöldum.
Skólastjórn
Skólastjórinn er Elínrós Benediktsdóttir og aðstoðarskólastjórarnir eru Erla Erlendsdóttir og Eygló Guðmundsdóttir.
|
---|
Hverfi | |
---|
Stjórnsýsla | |
---|
Grunnskólar | |
---|
Samgöngur | |
---|
Samtök | |
---|
Sundlaugar | |
---|
Menning | |
---|
Útivist og afþreying | |
---|
Eyjar | |
---|
Ár og vötn | |
---|
Vinabæir | |
---|
|