Íslenski dansflokkurinn var stofnaður 1. maí árið 1973 en varð sjálfstæð opinber stofnun árið 1992.[1]
Frumkvæði að stofnun Íslenska dansflokksins kom frá Þjóðleikhúsinu[2] og þar fékk dansflokkurinn fljótlega aðstöðu þótt fyrsta árið hafi hann verið til húsa í Félagsheimili Seltjarnarness. Íslenski dansflokkurinn starfaði undir sjálfstæðri stjórn en laut yfirstjórnar þjóðleikhússtjóra þar til flokkurinn varð að sjálfstæðri opinberri stofnun árið 1992. Í upphafi voru 12 dansarar í flokknum og var fyrsti stjórnandi hans Bretinn Alan Carter en hann starfaði með flokknum í tvö ár.
Fyrsti íslenski listdansstjórinn var Nanna Ólafsdóttir en hún gegndi starfinu frá 1980-1987.[3]
Árið 1996 urðu töluverðar breytingar innan dansflokksins. Hann fékk aðstöðu í húsnæði Borgarleikhússins og listræn stefnubreyting varð undir stjórn Katrínar Hall listdansstjóra er ákveðið var að flokkurinn myndi einbeita sér að nútímadansi.
Núverandi listdansstjóri Íslenska dansflokksins er Erna Ómarsdóttir.[4]
Tilvísanir
- ↑ Sari Peltonen, „Dans“, Miðstöð íslenskra bókmennta, Islit.is, (skoðað 15. desember 2020)
- ↑ Sveinn Einarsson, „Lof dansins“, Morgunblaðið, 18. febrúar 1996 (skoðað 15. desember 2020)
- ↑ Leikminjasafn.is, „Íslenski dansflokkurinn stofnaður“ (skoðað 15. desember 2020)
- ↑ Id.is, „Erna Ómarsdóttir listdansstjóri“ Geymt 5 desember 2020 í Wayback Machine (skoðað 15. desember 2020)