Tim Berners-Lee

Tim Berners-Lee árið 2005.

Tim Berners-Lee (f. 8. júní 1955) hefur á stundum verið kallaður faðir veraldarvefsins, og átti mikinn þátt í því að koma honum á stofn. Árið 1980, á meðan Berners-Lee vann hjá CERN, lagði hann til verkefni byggt á stiklutexta og bjó til frumgerð sem nýtti eiginleika þess.

Árið 1984 áttaði hann sig á því að stiklutexti ætti einstaklega vel við Internetið og þegar sú tenging var komin á var veraldarvefurinn fæddur. Berners-Lee skrifaði fyrsta vefþjóninn, fyrsta vafrann og fyrsta vefritilinn.

Hugmyndirnar að baki veraldarvefnum eru einfaldar, það sem Berners-Lee gerði var að sameina þær á nýjan hátt svo úr varð tól sem býður upp á margfalt meiri möguleika en áður var mögulegt. Berners-Lee áttaði sig líka á því að það væri jafnmikilvægt fyrir þróun vefsins að það væri auðvelt að skrifa vefsíður og að það væri auðvelt að lesa þær, en sú var þó varla raunin fyrr en með tilkomu wiki forrita.