2. júní
2. júní er 153. dagur ársins (154. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 212 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 567 - Benedikt 1. varð páfi.
- 657 - Evgeníus I varð páfi.
- 1541 - Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, var handtekinn og fluttur nauðugur úr landi. Hann dó á leiðinni.
- 1625 - Friðrik af Óraníu var tók við embætti staðarhaldara í Hollandi og Sjálandi.
- 1707 - Stóra bóla barst til Eyrarbakka með farskipi. Sóttin herjaði um allt Ísland og var mannskæðasta farsótt síðan í svarta dauða 1402. Hún varði til um 1709.
- 1739 - Konunglega sænska vísindaaakademían var stofnuð.
- 1780 - Derby-kappreiðarnar voru haldnar í fyrsta sinn.
- 1800 - Bólusett við bólusótt í Norður-Ameríku í fyrsta sinn í bænum Trinity á Nýfundnalandi.
- 1835 - P.T. Barnum og sirkus hans héldu í fyrstu ferð sína um Bandaríkin.
- 1848 - Slavneska þingið í Prag hófst.
- 1867 - Reykjavig skydeforening (Skotfélag Reykjavíkur) var stofnað, en það var fyrsta íþróttafélag á Íslandi. Skothúsvegur í Reykjavík dregur nafn af æfingahúsi þess.
- 1875 - Alexander Graham Bell hringdi í fyrsta sinn úr síma.
- 1886 - Grover Cleveland, forseti Bandaríkjanna, gekk að eiga Frances Folsom í Hvíta húsinu, og varð þar með fyrstur bandarískra forseta til að gifta sig í húsinu.
- 1896 - Guglielmo Marconi fékk einkaleyfi fyrir nýjustu uppfinningu sína: útvarpið.
- 1897 - Mark Twain svaraði orðrómi um dauða sinn á þennan hátt: „Sögusagnir um andlát mitt eru stórlega ýktar“.
- 1907 - Húsavíkurkirkja var vígð.
- 1909 - Alfred Deakin varð forsætisráðherra Ástralíu í þriðja sinn.
- 1923 - Bifreiðastöð Akureyrar var stofnuð.
- 1934 - Jarðskjálfti varð norðanlands og olli miklum skemmdum á Dalvík og nágrenni. Hann hefur því verið kallaður Dalvíkurskjálftinn. Stærð hans var um 6,2 stig á Richter.
- 1935 - Hafnaboltamaðurinn Babe Ruth tilkynnti um að hann legði skóna á hilluna.
- 1946 - Þjóðaratkvæðagreiðsla skar úr um að Ítalía yrði lýðveldi í stað konungríkis. Konungur Ítalíu, Úmbertó 2., fór í útlegð.
- 1953 - Krýningu Elísabetar 2. var sjónvarpað um allt Bretland.
- 1957 - Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, opnaði í Reykjavík á tuttugasta sjómannadeginum.
- 1966 - Surveyor-áætlunin: Surveyor 1 lenti í Procellarumon-hafi á tunglinu og varð þar með fyrsta geimfar Bandaríkjamanna til að lenda heilu og höldnu á öðrum hnetti.
- 1970 - Nýsjálenski ökuþórinn Bruce McLaren lést þegar nýr kappakstursbíll sem hann var að prófa þeyttist út af brautinni.
- 1970 - Norðmenn tilkynntu að þeir hefðu fundið olíulindir í Norðursjó.
- 1972 - Andreas Baader, Jan-Carl Raspe, Holger Meins og aðrir meðlimir Rote Armee Fraktion voru handteknir í Frankfurt am Main eftir skotbardaga.
- 1976 – Stjórnmálasambandi var komið aftur á milli Íslands og Bretlands.
- 1979 - Jóhannes Páll 2. páfi heimsótti heimaland sitt Pólland og varð þar með fyrsti páfinn til að heimsækja kommúnistaríki.
- 1986 - Nærri lá að árekstur yrði á milli tveggja farþegaþota yfir Austurlandi, en því var afstýrt.
- 1992 - Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum mun (50,7% á móti 49,3%).
- 1995 - Mrkonjić Grad-atvikið: Scott O'Grady var skotinn niður yfir Bosníu.
- 1995 - SS-maðurinn Erich Priebke var framseldur til Ítalíu.
- 1996 - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lýsti yfir stofnun örríkisins Ladóníu.
- 1997 - Timothy McVeigh var sakfelldur fyrir morð og hlutverk sitt í að sprengja Alfred P. Murrah-bygginguna í Oklahómaborg í Oklahóma.
- 1998 - Tölvuvírusinn CIH var uppgötvaður í Taívan.
- 1999 - Bútanska útvarpsfélagið sjónvarpaði í fyrsta sinn í konungdæminu.
Fædd
- 1535 - Leó 11. páfi (d. 1605).
- 1740 - Marquis de Sade, franskur aðalsmaður og rithöfundur (d. 1814).
- 1835 - Píus 10. páfi (d. 1914).
- 1840 - Thomas Hardy, enskur rithöfundur (d. 1928).
- 1851 - Þorgils gjallandi, íslenskur rithöfundur (d. 1915).
- 1857 - Edward Elgar, enskt tónskáld (d. 1934).
- 1857 - Karl Adolph Gjellerup, danskur rithöfundur og verðlaunahafi bókmenntaverðaluna Nóbels (d. 1919).
- 1899 - Lotte Reiniger, þýskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1981).
- 1904 - Johnny Weissmuller, bandarískur sundkappi og leikari (d. 1984).
- 1908 - Marcel Langiller, franskur knattspyrnumaður (d. 1980).
- 1919 - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands (d. 2010).
- 1928 - Siggi Reim, sorphirðumaður í Vestmannaeyjum (d. 2016).
- 1933 - Kjartan Ólafsson, rithöfundur, ritstjóri og stjórnmálamaður.
- 1938 - Hörður Sigurgestsson, íslenskur athafnamaður (d. 2019).
- 1940 - Konstantín 2. Grikkjakonungur (d. 2023).
- 1941 - Charlie Watts, enskur tónlistarmaður (The Rolling Stones).
- 1941 - Guðrún Agnarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1946 - Peter Sutcliffe, breskur raðmorðingi.
- 1950 - Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, skemmtikraftur og tónskáld
- 1952 - Pete Farndon, breskur bassaleikari (The Pretenders) (d. 1983).
- 1953 - Cornel West, bandarískur fræðimaður.
- 1953 - Paul Engemann, bandarískur tónlistarmaður.
- 1954 - Dennis Haysbert, bandarískur leikari.
- 1972 - Wentworth Miller, bandarískur leikari.
- 1974 - Gata Kamsky, bandarískur skákmaður.
- 1976 - Tim Rice-Oxley, enskur tónlistarmaður (Keane).
- 1976 - Yoshinobu Minowa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Sergio Agüero, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Takashi Inui, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Freddy Adu, knattspyrnumaður frá Gana.
Dáin
- 1411 - Leópold 4. Austurríkishertogi (f. 1371).
- 1418 - Katrín af Lancaster, Kastilíudrottning, kona Hinriks 3.
- 1660 - Jón Gissurarson, skólameistari í Skálholti og á Hólum.
- 1701 - Madeleine de Scudéry, franskur rithöfundur (f. 1607).
- 1761 - Jonas Alströmer, sænskur athafnamaður (f. 1685).
- 1876 - Hristo Botev, búlgarskur byltingarsinni (f. 1848).
- 1882 - Giuseppe Garibaldi, ítalskur byltingarsinni (f. 1807).
- 1942 - Reinhard Heydrich, yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (f. 1904).
- 1962 - Gunnar Halldórsson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1894).
- 1963 - Ivan Bek, júgóslavneskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 1970 - Giuseppe Ungaretti, ítalskt skáld (f. 1888).
- 1978 - Shozo Tsugitani, japanskur knattspyrnumaður (f. 1940).
- 1994 - Henry Mancini, bandarískt tónskáld (f. 1924).
- 1999 - Junior Braithwaite, jamæskur tónlistarmaður (The Wailers) (f. 1949).
- 2008 - Ken Naganuma, japanskur knattspyrnumaður (f. 1930).
- 2012 - Kathryn Joosten, bandarísk leikkona (f. 1939).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|