Donatien Alphonse François de Sade (1740–1814), betur þekktur sem Sade markgreifi var franskur aðalsmaður og höfundur sagna sem, á sínum tíma, töldust flokkast undir undir argasta klám. Heimspeki de Sade byggist á því að maðurinn eigi að vera fullkomlega frjáls, þar á meðal undan hvers kyns siðareglum, og eigi þannig að geta leitast við að finna sjálfum sér hina fullkomnu ánægju. Hugtakið sadismi er dregið af nafni hans.