6. mars - Geimfarið Dawn komst á braut um dvergreikistjörnuna Ceres. Þetta var í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem geimfar komst á braut um dvergreikistjörnu.
30. apríl - Könnunarfarið MESSENGER rakst á plánetuna Merkúr eftir að hafa verið á braut um hana frá 2011.
30. apríl - Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, lýsti því yfir að landið ætti að taka aftur upp dauðarefsingu og reisa fangabúðir fyrir ólöglega innflytjendur.
23. maí - Írar samþykktu að heimila hjónabönd samkynhneigðra í atkvæðagreiðslu.
26. maí - Yfir 2000 manns fórust í hitabylgju á Indlandi þar sem hitinn fór upp í 50 gráður.
29. maí - Fjárkúgunarmálið: Tvær systur voru handteknar í Hafnarfirði vegna tilraunar til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
31. maí - Ný rússnesk lög gengu í gildi sem heimiluðu stjórn landsins að reka burt erlend og alþjóðleg samtök sem ekki falla henni í geð.
23. október - Fellibylurinn Patricia varð öflugasti fellibylur sem mælst hafði á vesturhveli jarðar. 50 þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum í Mexíkó.
23. október - 43 farþegar létust þegar rúta lenti í árekstri við flutningabíl við Puisseguin í Frakklandi.
7. nóvember - Xi Jinping, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, og Ma Ying-jeou, forseti Lýðveldisins Kína, áttu fyrsta formlega leiðtogafundinn í sögu ríkjanna.
20. desember - Yfir 100 kúrdískir hermenn létust í árásum Tyrklandshers á landamærum Sýrlands og Íraks.
22. desember - Bandaríska geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst að lenda eldflaug af gerðinni Falcon 9 sem þar með varð fyrsta endurnýtanlega eldflaugin sem farið hafði á braut um jörðu og lent.