Leonard Simon Nimoy (f. 26. mars, 1931 í Boston – d. 27. febrúar, 2015 í Los Angeles) var bandarískur leikari, kvikmyndaframleiðandi, skáld, söngvari og ljósmyndari. Nimoy var þekktastur fyrir að leika persónuna Spock í upphaflegu sjónvarpsþáttaröðinni Star Trek (1966–69) og leik sinn í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Auk þess gaf hann út nokkrar hljómplötur.