Páll Skúlason (f. 4. júní 1945 á Akureyri á Íslandi, l. 22. apríl 2015) var íslenskur heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1965. Hann stundaði nám í heimspeki við kaþólska háskólann í Louvain í Belgíu og lauk þaðan B.A. gráðu árið 1967 og doktorsgráðu árið 1973. Doktorsritgerð Páls, sem hét Du Cercle et du Sujet: problèmes de compréhension et de méthode dans la philosophie de Paul Ricoeur, fjallaði um heimspeki franska heimspekingsins og túlkunarfræðingsins Pauls Ricœur.
Páll varð lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1971 og var skipaður prófessor árið 1975. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum við Háskóla Íslands. Páll var þrisvar sinnum deildarforseti Heimspekideildar (1977-1979, 1985-1987 og 1995-1997) og rektor Háskólans 1997-2005.
Páll var meðal stofnenda Norrænu heimspekistofnunarinnar og í stjórn hennar frá 1980. Hann var formaður Félags áhugamanna um heimspeki 1981-1986.
Helstu rit
- 1975 Hugsun og veruleiki
- 1987 Pælingar
- 1989 Pælingar II
- 1990 Siðfræði
- 1991 Sjö siðfræðilestrar
- 1994 Menning og sjálfstæði
- 1995 Í skjóli heimspekinnar
- 1998 Umhverfing
- 1999 Saga and Philosophy
- 2001 Le cercle du sujet dans la philosophie de Paul Ricoeur
- 2005 Hugleiðingar við Öskju - um samband manns og náttúru
Heimild
Tenglar