1990
Árið 1990 (MCMXC í rómverskum tölum ) var 90. ár 20. aldar sem byrjaði á mánudegi. Lokaár Kalda stríðsins er ýmist talið vera þetta ár eða árið 1991 .
Atburðir
Janúar
Mótmælendur í höfuðstöðvum Stasi í Austur-Berlín.
1. janúar - Fyrsti Mr. Bean -þátturinn var sýndur á ITV í Bretlandi.
1. janúar - Virðisaukaskattur var tekinn upp í stað söluskatts á Íslandi.
1. janúar - Pólland sagði sig frá Varsjárbandalaginu .
3. janúar - Manuel Noriega , forseti Panama, gaf sig fram við innrásarlið Bandaríkjanna.
3. janúar - Íslandsbanki hinn síðari hóf starfsemi sína. Hann var stofnaður 1. janúar með sameiningu Alþýðubankans , Útvegsbankans og Verslunarbankans .
4. janúar - Hundruð létust þegar tvær lestar skullu saman í Sangi í Pakistan .
7. janúar - Almenningi var meinaður aðgangur að skakka turninum í Pisa af öryggisástæðum.
9. janúar - Aðskilnaðardómurinn svokallaði féll í Hæstarétti Íslands .
9. janúar - Mikið stormflóð olli stórskemmdum á Stokkseyri , Eyrarbakka og í Grindavík .
11. janúar - Söngvabyltingin : 300.000 komu saman og mótmæltu í Litháen.
13. janúar - 132 Armenar létu lífið í þjóðernisofsóknum í Bakú í Aserbaísjan .
13. janúar - Fyrsta díselknúna IC3-lestin var tekin í notkun í Kaupmannahöfn .
15. janúar - Búlgarska þingið samþykkti að afnema flokksræði Búlgarska kommúnistaflokksins .
15. janúar - Þúsundir manna réðust inn í höfuðstöðvar austurþýsku leyniþjónustunnar, Stasi , til að skoða skjöl um sig.
20. janúar - Yfir 130 mótmælendur voru drepnir af Rauða hernum í Bakú í Aserbaídsjan .
20. janúar - Herforingjastjórn Prosper Avril á Haítí lýsti yfir neyðarástandi og afnam borgararéttindi.
22. janúar - Samband kommúnista í Júgóslavíu samþykkti að leysa sjálft sig upp.
25. janúar - Avianca flug 52 hrapaði á Long Island í New York með þeim afleiðingum að 73 fórust.
25. janúar - Skógrækt ríkisins var flutt til Egilsstaða . Þetta var fyrsta ríkisstofnunin sem var flutt út á land.
25. janúar - Stefán Hörður Grímsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin , sem veitt voru í fyrsta sinn.
25. janúar - 97 létust þegar Burnsdagsstormurinn gekk yfir norðvesturhluta Evrópu.
25. janúar - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn sína til Grænhöfðaeyja , Gíneu-Bissá , Malí , Búrkína Fasó og Tjad .
27. janúar - Borgin Tíraspol í Moldóvu lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
31. janúar - Fyrsti rússneski McDonaldsstaðurinn var opnaður í Moskvu .
31. janúar - Hófsami músliminn Rashad Khalifa var myrtur í Tucson, Arisóna. Talið er að morðingi hans hafi verið meðlimur í Al-Kaída .
Febrúar
Óeirðirnar í Dúsjanbe.
2. febrúar - F.W. de Klerk , forseti Suður-Afríku , lofaði að láta Nelson Mandela lausan.
2. febrúar - Þjóðarsátt um kaup og kjör gekk í gildi á Íslandi með það að markmiði að ná niður verðbólgu og tryggja atvinnuöryggi .
2. febrúar - Enrico De Pedis , leiðtogi mafíunnar Banda della Magliana , var skotinn til bana á miðri götu í Róm.
3. febrúar - 200 verðmætum fornminjum var stolið úr safni muna frá Herculaneum í Napólí.
7. febrúar – Hrun Sovétríkjanna : Miðstjórn kommúnistaflokksins samþykkti að aðrir flokkar gætu tekið þátt í stjórn landsins.
11. febrúar - Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í Suður-Afríku eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.
12. febrúar - Fulltrúar NATO og Varsjárbandalagsins hittust á ráðstefnu um opna lofthelgi í Kanada. Þeir náðu meðal annars samkomulagi um herafla í Evrópu og endursameiningu Þýskalands .
12. febrúar - Óeirðirnar í Dúsjanbe gegn aðfluttum Armenum brutust út í Tadjikistan.
14. febrúar - Geimfarið Voyager 1 sendi ljósmynd af jörðu, Föli blái punkturinn , aftur til jarðar, yfir 5,6 milljarða kílómetra leið.
15. febrúar - Siðmennt , samtök áhugafólks um borgaralegar athafnir, voru stofnuð í Reykjavík.
23. febrúar - Ný lög um stjórnarráð Íslands voru samþykkt og umhverfisráðuneyti Íslands komið á fót. Fyrsti umhverfisráðherrann var Júlíus Sólnes .
26. febrúar - Sandínistar biðu ósigur í kosningum í Níkaragva . Violeta Chamorro var kjörin forseti.
27. febrúar - Fáni Lettlands aftur tekinn í notkun í Lettlandi.
28. febrúar - Daniel Ortega lýsti yfir vopnahléi í baráttunni gegn Kontraskæruliðum í Níkaragva.
Mars
Nefskattsóeirðirnar í Bretlandi.
Apríl
Scandinavian Star eftir að hafa verið dregin til hafnar í Lysekill í Svíþjóð.
Maí
Katarínukirkja í Stokkhólmi eftir brunann.
Júní
Checkpoint Charlie fjarlægður.
Júlí
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims í Houston, Texas.
Ágúst
Beinagrindin af grameðlunni „Sue“ á Field-náttúrugripasafninu í Chicago.
September
Nesjavallavirkjun
Október
Flugeldar við Brandenborgarhliðið í Berlín þegar Þýskaland sameinaðist.
Nóvember
Nintendo SNES
Desember
Veggspjald til stuðnings Kohl í Þýskalandi.
Ódagsettir atburðir
Fædd
Emma Watson
Dáin
Greta Garbo árið 1950.
15. apríl - Greta Garbo , sænsk leikkona (f. 1905 ).
2. maí - Sigursveinn D. Kristinsson , tónskáld (f. 1911 ).
16. maí - Sammy Davis yngri , bandarískur tónlistarmaður (f. 1925 ).
8. júní - Jón Axel Pétursson , sjómaður og bæjarfulltrúi (f. 1898 ).
10. júní - Ludvig Holm-Olsen , norskur textafræðingur (f. 1914 ).
11. júní - Oldřich Nejedlý , tékkóslóvakískur knattspyrnumaður (f. 1909 ).
4. júlí - Hesturinn Milton sem keppti í hindrunarstökki (f. 1977 ).
18. júlí - Yves Chaland , franskur myndasöguhöfundur (f. 1957 ).
25. júlí - Óskar Gíslason , íslenskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1901 ).
1. ágúst - Norbert Elias , þýskur félagsfræðingur (f. 1897 ).
4. ágúst - Norman Malcolm , bandarískur heimspekingur (f. 1911 ).
18. ágúst – B.F. Skinner , bandarískur atferlisfræðingur (f. 1904 ).
27. ágúst - Stevie Ray Vaughan , bandarískur gítarleikari (f. 1954 ).
1. september - Geir Hallgrímsson , íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925 ).
30. september - Patrick White , ástralskur rithöfundur (f. 1912 ).
5. október - Đorđe Vujadinović , júgóslavneskur knattspyrnumaður (f. 1909 ).
13. október - Alfreð Gíslason , læknir og stjórnmálamaður (f. 1905 ).
23. nóvember - Roald Dahl , breskur rithöfundur (f. 1916 ).
Nóbelsverðlaunin