Menningarlega er Kúba hluti Rómönsku Ameríku.[8] Kúba er fjölmenningarríki þar sem íbúar, menning og siðir eiga sér fjölbreyttar rætur í menningu frumbyggja eyjarinnar, langri nýlendusögu, þrælahaldi og nánum tengslum við Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins.
Kúba er stofnaðili Sameinuðu þjóðanna, G77-hópsins, Samtaka hlutlausra ríkja, ACP-samtakanna, ALBA og Samtökum Ameríkuríkja. Hagkerfi Kúbu er eitt af fáum hagkerfum heims sem enn býr við hreinræktaðan áætlunarbúskap, en efnahagslíf landsins byggist aðallega á ferðaþjónustu og útflutningi sérhæfðs vinnuafls, auk ræktunar sykurs, tóbaks og kaffis. Kúba hefur lengi - bæði fyrir og eftir að kommúnistar komust til valda - staðið betur en önnur lönd í heimshlutanum á ýmsum mælistikum eins og læsi,[9][10] barnadauða og lífslíkum.[11][12]
Stjórnarfar á Kúbu er flokksræði þar sem stjórnarandstaða er bönnuð.[13][14][15] Kosningar eru haldnar á Kúbu en þær eru ekki álitnar lýðræðislegar.[16][17] Ritskoðun (þar á meðal takmarkanir á aðgangi að internetinu) er víðtæk[18][19][20] og sjálfstæð blaðamennska er takmörkuð.[21]Blaðamenn án landamæra hafa lýst Kúbu sem einu versta landi heims þegar kemur að fjölmiðlafrelsi.[22][23]
Ekki er vitað með vissu hver uppruni heitisins er. Helstu tilgátur eru að það sé komið úr frumbyggjamálinu Taino og leitt af Cubanacán (sem merkir "landið í miðjunni"), eða Cubao ("landið frjósama"[24]), eða frá styttingu af: Coa ("land / jörð") og Bana ("stóra") og merkir þá stóra land.[25]. Að lokum má nefna þá tilgátu að nafnið sé hreint ekki úr frumbyggjamáli heldur hafi einn úr áhöfn Kólumbusar talið sig ver komin til Cipango, í Asíu, Indlandi væntanlega[26].
Tilgangurinn með byltingunni var sá að losna við einræðisherrann Fulgencio Batista. Bandaríkjamenn völdu Batista til að stjórna Kúbu og notuðu landið eins og þeim sýndist. Almenningur græddi ekkert á stanslausu peningastreymi Bandaríkjamanna inn í Kúbu og mikil fátækt ríkti í landinu.
Í dag
Enn ríkir viðskiptabann á milli Bandaríkjanna og Kúbu og hefur það verið í gildi frá árinu 1962. Kúba er enn þá kommúnistaríki en bróðir byltingarforingjans Fidel Castro, Raúl Castro, tók við sem forseti landsins þegar Fidel lét af völdum vegna heilsubrests. Fidel lést svo árið 2016. Á Kúbu er ríkisrekið velferðarkerfi. Skólasókn í grunnskóla er skylda og öll menntun er ókeypis. Velferðarkerfið felur í sér heilsu- og slysatryggingar, fæðingarorlof og eftirlaun. Heilbrigðisþjónusta er ókeypis fyrir sjúklinga. Aðgangur að læknum er góður[heimild vantar] en skortur hefur verið á lyfjum vegna viðskiptabannsins. Nú er aðgangur að lyfjum betri vegna þess að landið hefur þróað sinn eigin lyfjaiðnað. Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.
Mikilvægasta tekjulind Kúbu alla tuttugustu öldina var útflutningur sykurs. Undanfarin ár hefur þó dregið verulega úr sykurútflutningnum. Fall kommúnismans og upplausn Sovétríkjanna hafði skelfilegar afleiðingar fyrir efnahag Kúbu. Landið var háð aðstoð og ódýrri olíu frá Sovétríkjunum. Sovétríkin niðurgreiddu einnig kúbverskan sykuriðnað með því að borga meira fyrir sykurinn en nam heimsmarkaðsverði. Tóbak frá Kúbu og kúbanskir vindlar álitið meðal þess besta í heimi. Ferðaþjónustan hefur eflst og landið hefur yfir að ráða mestu nikkelbirgðum heims. Samstarf og viðskipti við Suður-Ameríku og Evrópusambandið hafa aukist og landið kaupir ódýra olíu af Venesúela. Landið hefur einnig viðskipti við Kína.
stór hluti af kúbverska hagkerfinu er háður peningasendingum.
Aðaleyjan heitir Kúba. Hún er 1.250 km löng og 104.556 km² að stærð. Kúba er stærsta eyja Karíbahafsins og 17. stærsta eyja heims. Eyjan er að mestu flatlend með hæðadrögum, fyrir utan fjöllin Sierra Maestra í suðaustri. Hæsti tindur eyjunnar er Pico Turquino, 1.974 metrar á hæð.
Önnur stærsta eyjan er Isla de la Juventud í Canarreos-eyjaklasanum. Hún er um 2.200 km² að stærð. Opinber stærð Kúbu er 109.884 km² en að meðtalinni landhelgi nær hún yfir 110.860 km².
Stjórnmál
Stjórnsýslueiningar
Kúba skiptist í 15 sýslur og eitt sérstakt sveitarfélag (Isla de la Juventud). Áður skiptist hún í sex sögulegar sýslur: Pinar del Río, Habana, Matanzas, Las Villas, Camagüey og Oriente. Núverandi skipting dregur dám af spænskum hernaðarumdæmum í sjálfstæðisstríði Kúbu, þegar mestu vandræðasvæðunum var skipt upp. Sýslurnar skiptast í sveitarfélög.
↑„Fidel Castro“. Encyclopædia Britannica. 26. júní 2017. „Castro created a one-party government to exercise dictatorial control over all aspects of Cuba's political, economic, and cultural life. All political dissent and opposition were ruthlessly suppressed“
↑Fernández, Gonzalo (2009). Cuba's Primer – Castro's Earring Economy. ISBN9780557065738. „The number of individuals who have been jailed or deprived of their freedom in labor camps over the 50 years of Castro's dictatorship is estimated at around 200,000“