Fyrsti Evrópubúinn sem sá eyjarnar var spænski skipstjórinn Juan de Bermúdez árið 1503 og draga eyjarnar nafn sitt af honum. Hann gerði tilkall til eyjanna, sem þá voru óbyggðar, fyrir hönd Spænska heimsveldisins. Bermúdez heimsótti eyjarnar tvisvar og gerði kort af eyjaklasanum en steig aldrei á land. Portúgalskir skipbrotsmenn eru taldir hafa skilið eftir sig áletrun á steini frá 1543 og evrópskir sjómenn slepptu þar lausum svínum til að nota sem vistir. Þau fjölguðu sér mikið og voru orðin villt þegar landnám Evrópubúa hófst. Árið 1609 hóf Virginíufélagið landnám á eyjunum eftir að fellibylur neyddi skipverja skipsins Sea Venture til að stranda því á rifi við eyjarnar til að koma í veg fyrir að það sykki.
Stjórn eyjanna var í höndum nýlendustjórnar Virginíu til 1613. Tveimur árum síðar tók Somerseyjafélagið við og stjórnaði nýlendunni til 1684. Þá var leyfi félagsins afturkallað og enska krúnan tók við. Eyjarnar urðu bresk nýlenda eftir sambandslögin 1707. Þegar Nýfundnaland varð hluti af Kanada árið 1949 varð Bermúda elsta nýlenda Breta og eftir að Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórn Hong Kong er hún líka fjölmennasta nýlenda Breta. Fyrsta höfuðborg eyjanna, St. George's, var stofnuð árið 1612 og er þar elsta samfellda byggð Breta í Nýja heiminum.
Efnahagur Bermúda byggist á aflandsfjármálaþjónustu, tryggingum og ferðaþjónustu. Mestan hluta 20. aldar var landsframleiðsla Bermúda með því mesta sem gerðist í heiminum en alþjóðlega fjármálakreppan 2007-8 olli niðursveiflu. Loftslag á Bermúda er heittemprað. Bermúda er við norðurhorn Bermúdaþríhyrningsins. Eyjarnar eru í fellibyljabeltinu en njóta nokkurs skjóls af kóralrifi sem umkringir þær.
Heiti
Bermúda dregur nafn sitt af spænska sæfaranum Juan de Bermúdez sem uppgötvaði eyjarnar 1505.[1]
Nafnið kemur einna fyrst fyrir í enskum textum í leikriti William Shakespeare, Ofviðrið, sem er innblásið af strandi skipsins Sea Venture, þótt það gerist ekki á eyjunum.
Saga
Könnun og landnám
Bermúda fannst snemma á 16. öld þegar spænski landkönnuðurinn Juan de Bermúdez kom þangað.[2][3] Þar bjuggu þá engir frumbyggjar.[4] Eyjarnar voru nefndar í bókinni Legatio Babylonica frá 1511 eftir sagnaritarann Pedro Mártir de Anglería og voru merktar inn á spænsk landakort frá því ári.[5] Spænsk og portúgölsk skip notuðu eyjarnar sem birgðastöð til að sækja ferskvatn og kjöt. Talið er að portúgalskir skipbrotsmenn hafi grafið áletrun frá 1543 í stein í Spittal Pond-verndarsvæðinu.[6] Sagnir um anda og djöfla spunnust út frá köllum fugla (líklegast brimdrúða)[7] og háværum næturhljóðum frá villtum svínum.[8] Vegna storma og hættulegra skerja varð eyjaklasinn þekktur sem „Djöflaeyjan“.[9] Hvorki Spánverjar né Portúgalar reyndu að nema þar land.
Næstu öldina komu sjómenn oft til eyjanna en settust ekki að. Englendingar tóku að horfa til Nýja heimsins og stofnuðu loks nýlendu í Virginíu árið 1607. Tveimur árum síðar lagði floti af stað frá Englandi með nokkur hundruð landnema, mat og aðrar vistir, til að styrkja nýlenduna í Jamestown.[10] Flotinn lenti í stormi og áhöfn flaggskipsins Sea Venture strandaði því á rifi við Bermúda til að koma í veg fyrir að það sykki. Allir um borð komust lífs af.[11][2] Landnemarnir vildu síðar ekki fara þaðan eftir að hafa heyrt af erfiðum aðstæðum í Jamestown og gerðu nokkrar uppreisnartilraunir til að fá að vera áfram á Bermúda. Þeir færðu rök fyrir því að þeir mættu vera um kyrrt og koma á eigin stjórn. Nýju byggðinni var breytt í fangabúðir þar sem tvö skip voru smíðuð, Deliverance,[12] og Patience. Enska krúnan gerði nú tilkall til Bermúda.
Árið 1612 hófu Englendingar að setjast að á eyjunum, sem fengu opinbera nafnið Virgineola[13] þegar skipið Plough kom þangað. Nýja London (seinna nefnd St. George's Town) var stofnuð sama ár og gerð að fyrstu höfuðborg nýlendunnar.[14][5] Hún er elsti enski bærinn í Nýja heiminum í samfelldri byggð.[14]
Árið 1615 gekk nýlendan til Somers-eyjafélagsins, en eyjarnar höfðu þá fengið nafnið Somers-eyjar til heiðurs George Somers.[15][16] Landnemar frá Bermúda stofnuðu Karólínunýlenduna og áttu þátt í stofnun annarra breskra nýlendna í Ameríku. Nokkrir aðrir staðir voru þá nefndir eftir eyjunum. Á þessum tíma voru fyrstu þrælarnir fluttir til eyjanna, bæði amerískir frumbyggjar frá Nýlendunum þrettán og Afríkubúar frá Atlantshafsversluninni.[2]
Takmarkað land eyjaklasans leiddi til þess að þar voru sett ein elstu náttúruverndarlög Nýja heimsins. Árin 1616 og 1620 voru sett lög sem takmörkuðu veiðar á tilteknum fuglum og ungum skjaldbökum.[17]
Borgarastríð og skipasmíðar
Árið 1649 stóð enska borgarastyrjöldin og Karl 1. Englandskonungur var hálshöggvinn í Whitehall-höll í London. Átökin náðu til Bermúda þar sem flestir landnemarnir voru trúir konungi. Konungssinnar ráku landstjóra Somers-eyja burt og kusu John Trimingham sem leiðtoga. Borgarastyrjöldin á Bermúda endaði þegar vopnaðir hópar tóku völdin og neyddu þingsinna til að flytjast þaðan til Bahamaeyja, undir forystu William Sayle.[18]
Nýlendurnar Bermúda, Virginía, Barbados og Antígva studdu konungssinna og enska afgangsþingið setti lög árið 1650 um bann við verslun þar.[19] Nýlendurnar hættu líka á að verða fyrir innrás. Stjórn Bermúda náði að lokum að gera samkomulag um óbreytt ástand við enska þingið.
Á 17. öld takmarkaði Somers-eyjafélagið skipasmíðar á eyjunum, því það þurfti á tekjum af landbúnaði eyjarskeggja að halda. Tóbaksútflutningur frá Virginíunýlendunni óx miklu hraðar en á Bermúda, svo íbúar þar tóku að snúa sér að verslun snemma á 17. öld. Afskipti félagsins urðu til þess að íbúar kröfðust afturköllunar sérleyfis félagsins 1684. Félagið var leyst upp í kjölfarið.[2]
Bermúdabúar tóku nú að stunda skipasmíðar og lögðu landbúnaðarland undir bermúdaeini. Bermúdabúar náðu yfirráðum á Turks-eyjum og lögðu þær undir saltframleiðslu. Saltverslun varð undirstaða undir efnahag Bermúda næstu öldina. Íbúar eyjanna lögðu líka stund á hvalveiðar, sjórán og verslun.
Sjálfstæðisstríð Bandaríkjanna
Í september árið 1774 ákvað Meginlandsþingið í Bandaríkjunum að banna verslun við Bretland, Írland og Vestur-Indíur eftir 10. september 1775. Þetta hefði þýtt hrun í saltverslun eyjanna, hungursneyð og óeirðir. Eyjarnar höfðu lítil pólitísk tengsl við Bretland og Tucker-fjölskyldan kom saman í maí 1775 ásamt átta öðrum sóknarmönnum og ákvað að senda fulltrúa á Meginlandsþingið í júlí til að reyna að fá undanþágu frá banninu. Henry Tucker tók eftir grein í bannskjalinu sem heimilaði vöruskipti á bandarískum vörum fyrir hergögn. Þessi grein var staðfest af Benjamin Franklin þegar Tucker fundaði með Öryggisnefndinni í Pennsylvaníu. Aðrir staðfestu þetta fyrirkomulag, eins og Peyton Randolph, Öryggisnefnd Charlestown og George Washington.[20]
Þrjú bandarísk skip frá Charlestown sigldu til Bermúda og 14. ágúst 1775 tóku þau 100 tunnur af byssupúðri úr voppnabúri eyjanna meðan landstjórinn, George James Bruere, svaf. Í kjölfarið á því ákvað Meginlandsþingið 2. október að veita Bermúda undanþágu frá verslunarbanninu og eyjarnar fengu á sig landráðastimpil í Bretlandi. Seinna sama ár samþykkti Breska þingið bann við verslun við uppreisnarnýlendurnar og sendi herskipið HMS Scorpion til að vakta eyjarnar. Fallbyssur voru fjarlægðar úr virkjum á eyjunum. Launverslun hélt þó áfram eftir hefðbundnum verslunarleiðum. Á Bermúda voru 120 skip sem héldu áfram verslun við St. Eustatius til 1781 og seldu salt í bandarískum höfnum.[20]: 389–415
Í júní 1776 kom herskipið Nautilus til eyjanna og síðan Galatea í september. Bresku skipstjórarnir hertóku bandarísk skip fyrir ránsfeng og ollu með því alvarlegum matarskorti á eyjunum, þar til Nautilus hélt á brott í október. Þegar Frakkland hóf þátttöku í stríðinu árið 1778 byggði Henry Clinton upp varnir eyjanna á nýju undir stjórn Williams Sutherland majórs. Í kjölfarið voru 91 frönsk og bandarísk skip tekin veturinn 1778-1779 sem aftur skapaði hungursneyð á eyjunum.[20]: 416–427
Þegar George Bruere lést árið 1780 fékk sonur hans, George yngri, sem var einarður konungssinni, stöðuna. Undir hans stjórn var tekið fyrir smygl og stjórn eyjanna skipuð öðrum konungssinnum. Jafnvel Henry Tucker hætti verslun við Bandaríkin vegna þess hve margir sjóræningjar voru í kringum eyjarnar.[20]: 428–433
Fyrsta dagblað eyjanna, The Bermuda Gazette, hóf útgáfu árið 1784.[21][22][23] Ritstjórinn, Joseph Stockdale, fékk greitt fyrir að flytja til Bermúda ásamt fjölskyldu sinni og stofna dagblaðið. Hann kom líka með prentsmiðju og starfrækti fyrsta pósthús Bermúda. Dagblaðið var selt í áskrift og sent til áskrifenda, þannig að starfsmenn Stockdales gátu farið með póstinn í leiðinni gegn gjaldi.[24]
19. öldin
Eftir að frelsisstríði Bandaríkjanna lauk hófst konunglegi breski sjóherinn handa við að bæta hafnaraðstöðu á Bermúda. Árið 1811 hófst vinna við stóran slipp á Írlandsey sem átti eftir að verða helsta flotastöð sjóhersins á Vestur-Atlantshafi. Breski herinn reisti virki til að gæta slippsins og jók viðbúnað sinn á eyjunum.
Í stríði Bretlands og Bandaríkjanna 1812 var árásum hrundið af stað frá Bermúda þar sem þá voru höfuðstöðvar breska hersins í Norðu-Ameríku og Vestur-Indíum, eftir að hafa verið fluttar þangað frá Halifax.[25]
Árið 1816 víggirti James Arnold, sonur Benedict Arnold, flotastöð breska sjóhersins vegna hættu á gagnárásum frá Bandaríkjunum.[26] Virkið er í dag Þjóðminjasafn Bermúda, sem geymir meðal annars sjóminjasafn.
Vegna nálægðar við suðvesturströnd Bandaríkjanna var Bermúda oft notuð í Þrælastríðinu sem bækistöð fyrir smygl milli Suðurríkjanna og Englands, til að forðast skip Norðurríkjanna sem höfðu sett á hafnbann.[5][2] Þannig gátu þeir komið hergögnum frá Englandi sem voru keypt fyrir bómull. Old Globe Hotel í St. George's var miðstöð útsendara Suðurríkjanna. Það er núna varðveitt sem safn.
Í Búastríðinu (1899-1902) voru 5.000 stríðsfangar Búa geymdir á fimm eyjum við Bermúda. Þeim var skipt eftir afstöðu þeirra til stríðsins: Bittereinder, sem neituðu að sverja Bretlandi hollustu, voru settir á Darrell's-eyju undir fjölmennri vakt. Morgan's-eyja hýsti 884 menn, þar á meðal 27 foringja; Tucker's-eyja geymdi 809 fanga; Burt's-eyja 607, og Port's-eyja 35. Fangar á barnsaldri voru geymdir á Hinson's-eyju. Grafreitur fangabúðanna er á Long Island.[27]
The New York Times sagði frá tilraun til uppreisnar meðal Búa á leið til Bermúda og að herlög væru í gildi á Darrell's-eyju.[28]
Frægasti flóttamaðurinn frá eyjunum var höfuðsmaðurinn Fritz Joubert Duquesne sem hafði fengið lífstíðardóm fyrir „samsæri gegn ríkisstjórn Bretlands og njósnir“.[29] Nóttina fyrir 25. júní 1902 laumaðist hann úr tjaldi sínu, klifraði yfir gaddavírsgirðingu, synti 2,4 km leið framhjá varðskipum og kastljósum í átt að Gibbs Hill-vitanum þar til hann náði landi á aðaleyjunni.[30] Hann komst til Bandaríkjanna og gerðist seinna njósnari fyrir Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum. Árið 1942 var hann handtekinn af alríkislögreglunni fyrir að hafa rekið Duquesne-njósnahringinn, sem er enn umfangsmesta njósnamál í sögu Bandaríkjanna.[31]
20. og 21. öld
Snemma á 20. öld varð Bermúda vinsæll ferðamannastaður bandarískra og kanadískra ferðamanna sem komu þangað með skipum. Bandarísku tollalögin frá 1930 sem komu á verndartollum fyrir innfluttar vörur, leiddu til hnignunar útflutnings á landbúnaðarvörum frá Bermúda til Bandaríkjanna sem aftur varð til þess að ferðaþjónustan fékk aukið vægi. Eyjurnar voru miðstöð fyrir smygl á áfengi á bannárunum í Bandaríkjunum.[5][2]
Á 3. áratugnum var Bermúdajárnbrautin stofnuð og náði yfir eyjuna endilanga, en hún var lögð niður 1948.[32] Nú liggur hjóla- og göngustígur eftir gömlu járnbrautinni.[33]
Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir tókst að fljúga sjóflugvél af gerðinni Stinson Detroiter til Bermúda frá New York-borg 1930, sem var í fyrsta sinn sem flogið var til eyjanna. Árið 1936 hóf Luft Hansa að gera tilraunir með flug á sjóflugvélum frá Berlín til Bermúda um Asóreyjar, með framhaldsflug til New York-borgar.[34]
Árið 1937 hófu Imperial Airways og Pan Am reglulegt flug með sjóflugvélum frá New York og Baltimore til Darrel's-eyju. Í síðari heimsstyrjöld varð Hamilton Princess Hotel á Bermúda miðstöð fyrir ritskoðun. Allur póstur, útvarps- og símsendingar til Evrópu, Bandaríkjanna og Austurlanda fjær, var sendur gegnum miðstöðina þar sem 1200 ritskoðarar á vegum bresku öryggisþjónustunnar (BSC) fóru yfir skilaboðin áður en þau voru send áfram til áfangastaðar.[35][36] BSC vann náið með bandarísku alríkislögreglunni og áttu þátt í handtökum margra njósnara öxulveldanna í Bandaríkjunum, þar á meðal Joe K-njósnahringsins.[37]
Árið 1948 hófst reglulegt farþegaflug með landflugvélum sem lentu á Kindley Field-flugstöðinni (nú L.F. Wade-alþjóðaflugvöllurinn) og ferðaþjónusta náði hámarki á 7. og 8. áratugnum. Undir lok 8. áratugarins höfðu alþjóðleg viðskipti tekið fram úr ferðaþjónustu sem helsti iðnaður Bermúda.
Slippur konunglega sjóhersins og herliðið þar voru mikilvæg tekjulind fyrir eyjarnar fram á miðja 20. öld. Auk byggingarvinnu, keypti setuliðið mat og önnur efni frá kaupmönnum á eyjunum. Frá síðari heimsstyrjöld var Bandaríkjaher líka með aðstöðu á eyjunum, þar á meðal flugstöð og kafbátastöð. Bandaríkjaher var með viðbúnað á eyjunum til 1995.[38]
Almennur kosningaréttur og tveggja flokka kerfi mótaðist á 7. áratugnum.[2] Almennur kosningaréttur varð til með nýrri stjórnarskrá 1967, en áður hafði hann verið takmarkaður við eignastöðu.
Þann 10. mars 1973 var landstjóri Bermúda, Richard Sharples, myrtur af herskáum meðlimum Black Power-hreyfingarinnar.[2] Umræður um mögulegt sjálfstæði áttu sér stað, en tillögunni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1995.[2]
Þótt Bermúda sé í eintölu eru eyjarnar 181 talsins, samtals 53,3 km² að flatarmáli. Stærsta eyjan er Main Island, sem stundum er kölluð Bermúda. Átta af stærri byggðu eyjunum eru tengdar saman með vegbrúm. Eyjarnar eru láglendar. Hæsti punktur þeirra er Town Hill á Main Island, 79 metrar yfir sjávarmáli.
Nokkur heiti á eyjum koma fyrir oftar en einu sinni í eyjaklasanum. Þannig eru tvær eyjar sem heita Long Island, þrjár víkur heita Long Bay og tvær heita Horsehoe Bay, tveir vegir sem liggja gegnum skörð heita Khyber Pass og tveir St. George's Town eru á Georgseyju í St. George's-sókn.
Bermúdaþríhyrningurinn dregur nafn sitt af Bermúda. Þar á samkvæmt goðsögninni að hafa orðið óvenjumikið af flugslysum og skipstöpum við dularfullar kringumstæður.
Stjórnmál
Bermúda er bresk hjálenda og framkvæmdavaldið er í höndum Bretakonungs, Karls 3., en landstjóri fer með það fyrir hans hönd á eyjunum. Landstjóri Bermúda er skipaður af konungi að ráði ríkisstjórnar Bretlands. Rena Lalgie hefur verið landstjóri frá 14. desember 2020. Varalandstjóri er staðgengill landstjóra. Utanríkis- og varnarmál eru í höndum Bretlands, sem ber líka ábyrgð á því að eyjunum sé stjórnað í samræmi við góða stjórnsýslu. Allar breytingar á stjórnarskrá Bermúda þurfa að fá samþykki bresku stjórnarinnar. Bermúda er elsta hjálenda Bretlands með heimastjórn. Eyjarnar fengu takmarkaða sjálfstjórn með konunglegri yfirlýsingu árið 1620. Þing Bermúda er það fimmta elsta í heimi, á eftir Englandsþingi, Tynwald á Mön, Alþingi Íslendinga og Sejm í Póllandi.
Stjórnarskrá Bermúda tók gildi árið 1968 og hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan. Forsætisráðherra Bermúda er stjórnarleiðtogi sem tilnefnir stjórnarmeðlimi sem landstjórinn skipar formlega í embætti. Löggjafarvaldið er í höndum þings sem situr í tveimur deildum, samkvæmt Westminster-kerfinu, með 11 manna öldungadeild sem skipuð er af forsætisráðherra, landstjóra og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og 36 manna fulltrúadeild sem er kosin til fimm ára með almennri leynilegri kosningu í einmenningskjördæmum.
Fá ríki eru með sendifulltrúa á Bermúda. Bandaríkin reka sendiráð á eyjunum auk þess að reka þjónustu Landamæraeftirlits Bandaríkjanna á L.F. Wade-alþjóðaflugvellinum. Bandaríkin eru helsta viðskiptaþjóð Bermúda. Þaðan koma 71% af innflutningi eyjanna, 85% af ferðamönnum og áætlaðar 163 milljónir dala í viðskiptum með tryggingar. Um 5% íbúa Bermúda eru bandarískir ríkisborgarar, eða 14% íbúa af erlendum uppruna.
Stjórnsýslueiningar
Bermúda er skipt í níu sóknir og tvö sameinuð sveitarfélög.
Bermúda er aflandseyja og fjármálaþjónusta stendur undir 85% af vergri landsframleiðslu. Önnur stærsta stoð efnahagslífs á eyjunum er ferðaþjónusta með 5%.[1][14] Það sem eftir er skiptist milli iðnaðar og landbúnaðar, sem eru þó mjög takmarkaðar greinar. Um 80% af matvælum á Bermúda eru innflutt.
Árið 1970 breytti landið um gjaldmiðil og skipti úr pundum í dali sem eru festir við bandaríkjadal á genginu 1:1, en bankar taka þjónustugjöld fyrir að skipta á gjaldmiðlunum.[40]
Bermúda reiðir sig mest á aflandsfjármálaþjónustu og er skattaskjól með lágmarksreglur um fyrirtækjarekstur og enga tekjuskatta á fyrirtæki. Aftur á móti eru þar einir hæstu neysluskattar í heimi og skattur á innflutning. Fyrir íbúa jafngilda neysluskattar í reynd tekjuskatti og þeir standa undir öllum opinberum rekstri. Erlendir ríkisborgarar geta ekki auðveldlega stofnað bankareikninga eða keypt farsíma- og internetáskriftir.[41]
Fyrirtæki á borð við Google hafa skráð tekjur sínar á Bermúda til að forðast skatta. Mörg alþjóðleg tryggingafyrirtæki eru skráð þar.[42] Um 400 fyrirtæki í alþjóðlegri eigu eru með starfsstöðvar á Bermúda og um 15.000 skúffufyrirtæki með enga starfsemi eru skráð þar.
Íbúar
Íbúar Bermúda voru taldir vera um 64 þúsund árið 2019.[43] Þéttleiki byggðar er um 1.338/km². Innfæddir Bermúdabúar eru um 70% íbúanna, en 30% eru aðfluttir, miðað við manntalið árið 2016.[44]
Á 20. öld varð mikill aðflutningur fólks til eyjanna, sérstaklega eftir síðari heimsstyrjöld. Innfæddir Bermúdabúar eiga sér fjölbreyttar rætur aldir aftur í tímann, en nýrri hópar aðfluttra eru aðallega frá Bretlandi, Norður-Ameríku, Vestur-Indíum og portúgölsku eyjunum í Atlantshafi (Asóreyjum og Madeira). Í júní 2018 tilkynnti forsætisráðherrann Edward David Burt að 4. nóvember 2019 yrði frídagur til að minnast 170 ára frá því fyrstu portúgölsku innflytjendurnir komu til eyjanna á skipinu Golden Rule.[45][46] Árið 2010 sögðust 64% íbúa vera af bermúdískum uppruna, en það hlutfall var aðeins 51% í manntalinu árið 2000. Á sama tíma fækkaði þeim sem sögðust vera af breskum uppruna, úr 11% í 1%, en fólk sem er fætt í Bretlandi er samt stærsti einstaki hópur aðfluttra íbúa.
Á eyjunum býr mikill fjöldi aðfluttra sérfræðinga frá Bretlandi, Kanada, Vestur-Indíum, Suður-Afríku og Bandaríkjunum, sem fást við störf eins og bókhald, fjármálaþjónustu og tryggingaþjónustu. Aðrir starfa í hótel- og veitingageiranum, og í byggingavinnu. Þrátt fyrir að það sé dýrt að búa á Bermúda, gera há laun að verkum að eyjarnar eru vinsæll áfangastaður fyrir sérhæft starfsfólk sem vinnur þar í afmarkaðan tíma.[47] Hins vegar gilda ýmsar takmarkanir, eins og krafa um atvinnuleyfi fyrir komu og að erlent verkafólk fær ekki ríkisborgararétt.[48]
Menning
Menning Bermúda er af blönduðum uppruna líkt og íbúarnir og á rætur í frumbyggjamenningu, spænskri og karabískri menningu, og írskri og skoskri menningu, undir miklum áhrifum frá breskri menningu og afrókarabískri menningu. Gombey eru hefðbundnir dansar dansaðir í grímubúningum frá tímum þrælahalds á eyjunum. Ein þekktasta hljómsveit Bermúda er kalypsósveitinTalbot Brothers sem starfaði frá 1942 fram á 9. áratug 20. aldar.
Fyrsta bók eftir bermúdískan rithöfund sem vakti almenna athygli var The History of Mary Prince eftir fyrrum þrælinn Mary Prince. Bókin kom út árið 1831 þegar orðin var til hreyfing fyrir afnámi þrælahalds í Bretlandi.[49]Ernest Graham Ingham sem er brottfluttur Bermúdabúi, gaf út nokkrar ferðabækur byggðar á dagbókum um aldamótin 1900. Þekktir bermúdískir samtímahöfundar eru Brian Burland og Angela Barry.[50][51]
↑Lefroy, John Henry (1981). Memorials of the Discovery and Early Settlement of the Bermudas or Somers Islands 1515-1685, Volume I. Bermuda: The Bermuda Historical Society and The Bermuda National Trust (the first edition having been published in 1877, with funds provided by the Government of Bermuda), printed in Canada by The University of Toronto Press. bls. 49.
↑„The Bermuda gazette“. United States Library of Congress. Afrit af uppruna á 12. júní 2018. Sótt 7. júní 2018.
↑Stockdale, Joseph (17. janúar 1784). „Untitled advert“. Bermuda Gazette. Stockdale House, Printer's Alley, St. George's Town, St. George's Parish, Bermuda.
BendoDesaNegara IndonesiaProvinsiJawa TengahKabupatenSragenKecamatanSukodonoKode pos57263Kode Kemendagri33.14.17.2003 Luas498.365,5 HaJumlah penduduk6116 jiwaKepadatan12jiwa/Ha Jumlah kebayanan ada 4 yaitu : Kebayanan I Mantup, Kebayanan II Bendo,Kebayanan III Cangakan, dan Kebayanan IV Mayah. Bendo adalah salah satu desa yang ada di kecamatan Sukodono, Kabupaten Sragen, Propinsi Jawa Tengah, Indonesia. Belum diketemukan bagaimana historis awal mulanya terbentuknya sebuah nama Desa ...
1996 novel by Helen Fielding This article is about the 1996 novel. For the 2001 film adaptation, see Bridget Jones's Diary. For the soundtrack of the film, see Bridget Jones's Diary: Music from the Motion Picture. For the musical, see Bridget Jones' Diary (musical). Bridget Jones's Diary First editionAuthorHelen FieldingCover artistNick Turpin[1]CountryUnited KingdomLanguageEnglishGenreComedy novel, Chick litPublisherPicadorPublication date1996Media typePrint (hardback and p...
سارانك ليك الإحداثيات 44°19′34″N 74°07′51″W / 44.3261°N 74.1308°W / 44.3261; -74.1308 [1] تقسيم إداري البلد الولايات المتحدة[2] التقسيم الأعلى مقاطعة فرانكلنمقاطعة إيسيكس خصائص جغرافية المساحة 7.841239 كيلومتر مربع7.841365 كيلومتر مربع (1 أبريل 2010) ارتفاع 471 ...
2012 2022 Élections législatives de 2017 à La Réunion 7 sièges de députés à l'Assemblée nationale 11 et 18 juin 2017 Type d’élection Élections législatives Campagne 22 mai au 10 juin12 juin au 16 juin Corps électoral et résultats Inscrits 640 367 Votants au 1er tour 222 112 34,69 % 12,2 Votes exprimés au 1er tour 203 122 Votes blancs au 1er tour 9 315 Votes nuls au 1er tour 9 675 Votants au 2d tour 258 333 40,34&...
Diversion of civilian flights from US airspace into Canada after 9/11 Operation Yellow RibbonLocationCanadaOrganised byTransport Canada Gander International Airport in Newfoundland, Canada, played host to 38 airliners, totaling 6,122 passengers and 473 crew, as part of Operation Yellow Ribbon. Operation Yellow Ribbon (French: Opération ruban jaune) was commenced by Canada to handle the diversion of civilian airline flights in response to the September 11 attacks in 2001 in the United States....
Ostedes Ostedes variegata Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Arthropoda Kelas: Insecta Ordo: Coleoptera Famili: Cerambycidae Subfamili: Lamiinae Tribus: Acanthocinini Genus: Ostedes Ostedes adalah genus kumbang tanduk panjang yang tergolong familia Cerambycidae. Genus ini juga merupakan bagian dari ordo Coleoptera, kelas Insecta, filum Arthropoda, dan kingdom Animalia. Larva kumbang dalam genus ini biasanya mengebor ke dalam kayu dan dapat menyebabkan kerusakan pada batang kayu hid...
Road in Croatia D415 state roadRoute informationLength7.2 km (4.5 mi)Major junctionsFrom D414 in Donja BandaTo Trpanj ferry port LocationCountryCroatiaCountiesDubrovnik-NeretvaMajor citiesTrpanj Highway system Highways in Croatia road 415 displayed on Pelješac map Trpanj, at the northern terminus of the D415 road D415 branches off to the north from D414 in Donja Banda towards Trpanj ferry port - ferry access to Ploče on the mainland coast. The road is 7.2 km (4.5 mi...
Pusat Alkitab Kapenguria di Kota Kapenguria. Tegla Loroupe di Schortens, Jerman, 2007. Kapenguria adalah sebuah kota sekaligus kota madya yang terletak di timur laut Kitale dilalui Jalan A1, Kenya. Kapenguria adalah ibu kota County West Pokot. Populasi perkotaan berjumlah 13.000 jiwa dan total populasinya 56.000 jiwa (sensus 1999).[1] Sebagai kota madya, Kapenguria memiliki tujuh ward (Chemwochoi, Kaibos, Kapenguria, Keringet / Psigirio, Kisiaunet, Siyoi dan Talau). Semuanya menjadi K...
Nazi ghetto in Lublin, German-occupied Poland This article is about the ghetto. For the Lublin reservation, see Nisko Plan. Lublin GhettoTwo German soldiers in the Lublin Ghetto, May 1941Also known asGerman: Ghetto Lublin or Lublin ReservatLocationLublin, German-occupied PolandIncident typeImprisonment, forced labor, starvation, exileOrganizationsSSCampdeportations to Belzec extermination camp and MajdanekVictims34,000 Polish Jews The Lublin Ghetto was a World War II ghetto created by Nazi Ge...
Fort in the city of Ahmednagar, India Ahmednagar fortAhmednagar, Maharashtra Ahmednagar fortShow map of MaharashtraAhmednagar fortShow map of IndiaCoordinates19°05′41.3″N 74°45′19.7″E / 19.094806°N 74.755472°E / 19.094806; 74.755472TypeLand fortSite informationOwnerIndian MilitaryControlled byAhmadnagar Sultanate (1562-1600)Mughal Empire (1600-1724) Hyderabad (1724-1759) Maratha Confederacy (1759-1803) United Kingdom East India Company (...
Cercenascocomune Cercenasco – Veduta LocalizzazioneStato Italia Regione Piemonte Città metropolitana Torino AmministrazioneSindacoSimone Colmo (lista civica - Nuova sorgente per Cercenasco) dal 10-6-2024 TerritorioCoordinate44°51′40.65″N 7°30′04.57″E44°51′40.65″N, 7°30′04.57″E (Cercenasco) Altitudine256[1] m s.l.m. Superficie13,16 km² Abitanti1 781[2] (31-10-2023) Densità135,33 ab./km² Comuni confinantiBu...
County of Romania County in Sud-Vest, RomaniaOlt County Județul OltCounty FlagCoat of armsCountryRomaniaDevelopment regionSud-VestHistorical regionWallachiaCapitalSlatinaGovernment • President of the County BoardMarius Oprescu [ro] (PSD) • PrefectStefan Nicolae [ro]Area • Total5,498 km2 (2,123 sq mi) • Rank22ndPopulation (2021-12-01)[1] • Total383,280 • Rank19th ...
Oil field in Kern County, California, USA The South Belridge Oil Field in Southern and Central California. Other oil fields are shown in gray. The South Belridge Oil Field is a large oil field in northwestern Kern County, San Joaquin Valley, California, about forty miles west of Bakersfield. Discovered in 1911, and having a cumulative production of over 2,000 million barrels (320,000,000 m3) of oil equivalent at the end of 2023, it is the fourth-largest oil field in California, after the...
Ini adalah nama Tionghoa-Indonesia, marganya adalah Haditono (王) Susi SusantiSusi membawa obor api saat Konser Pawai Obor Pesta Olahraga Asia 2018 di Jakarta, IndonesiaInformasi pribadiNama lahirLucia Francisca Susy Susanti HaditonoKebangsaanIndonesiaLahir11 Februari 1971 (umur 53)Tasikmalaya, Jawa Barat, IndonesiaTinggi165 cm (5 ft 5 in)Pensiun1998PeganganKananPelatihLiang Chiu SiaPasanganAlan Budikusuma (m. 1997)Tunggal putriRekor295 mena...
Human settlement in EnglandThe StreetThe Street, Lawshall during a winter snow-stormThe StreetLocation within SuffolkDistrictBaberghShire countySuffolkRegionEastCountryEnglandSovereign stateUnited KingdomPost townBury St EdmundsPostcode districtIP29 List of places UK England Suffolk 52°09′17″N 0°43′40″E / 52.1548°N 0.7279°E / 52.1548; 0.7279 The Street is a linear settlement in the civil parish of Lawshall in the Babergh district in the coun...
The correct title of this article is #1 Girl. The substitution of the # is due to technical restrictions. 2011 studio album by Mindless Behavior #1 GirlStudio album by Mindless BehaviorReleasedSeptember 20, 2011Recorded2010–2011Genre Pop R&B[1] Length37:56Label Interscope Streamline Mindless Behavior chronology #1 Girl(2011) All Around the World(2013) Singles from #1 Girl My GirlReleased: August 24, 2010 Mrs. RightReleased: June 28, 2011 Girls Talkin' BoutRel...
Nursultan ist eine Weiterleitung auf diesen Artikel. Zu weiteren jeweiligen Bedeutungen siehe Astana (Begriffsklärung) und Nursultan (Begriffsklärung). AstanaАстана Wappen Flagge Basisdaten Staat: Kasachstan Gegründet: 1830 Koordinaten: 51° 10′ N, 71° 25′ O51.16666666666771.416666666667338Koordinaten: 51° 10′ 0″ N, 71° 25′ 0″ O Höhe: 338 m Fläche: 797,3 km² Einwohner: 1.354.435 (1. Jan. 2023...