Hondúras er fjalllent með láglendisræmur við strendurnar. Á Moskítóströndinni við Karíbahaf er regnskógur. Hondúras er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg fjölbreytni er hvað mest. Landið hefur orðið illa úti vegna fellibylja á borð við Fifi1979 og Mitch1998 sem lagði bananaræktunina í rúst. Um það bil helmingur vegakerfis landsins eyðilagðist í miklum flóðum árið 2008.
Íbúar Hondúras eru rúmlega átta milljónir. Flestir búa við miðbik landsins eða í suðvesturhlutanum. Hagvöxtur hefur verið þar með því mesta sem gerist í Rómönsku Ameríku en tæplega helmingur landsmanna býr samt við fátækt og atvinnuleysi er tæplega 30%. Landið er mjög skuldugt. Aðalatvinnugreinin er landbúnaður, einkum kaffiræktun sem stendur undir 22% af útflutningstekjum landsins.
Heiti
Heiti landsins, Hondúras, merkir bókstaflega „djúp“ á spænsku. Nafnið gæti vísað til akkerislægisins í Trujillo-flóa, leónska orðsins fondura eða þess þegar Kristófer Kólumbus mælti að sögn „Gracias a Dios que hemos salido de esas honduras“ („Þökk sé guði að við komumst úr þessum djúpum“).[1][2][3]
Nafnið Hondúras var ekki notað um allt landið fyrr en undir lok 16. aldar. Fyrir 1580 var austurhluti landsins kallaður Honduras, en vesturhlutinn Higueras.[3] Annað eldra nafn á landinu er Guaymuras, sem var endurvakið í Guaymuras-ræðunni.[4]
Hondúras býr yfir miklum náttúruauðlindum. Þar finnast gull, silfur, kopar, blý, sink, járngrýti, antímon og kol. Íbúar Hondúras vinna timbur, veiða fisk og rækju, og nýta vatnsafl við raforkuframleiðslu.
Stjórnmál
Stjórnsýslueiningar
Hondúras er skipt í 18 umdæmi. Þau skiptast svo í 298 sveitarfélög.
Vinsælustu íþróttagreinarnar í Hondúras eru knattspyrna, körfuknattleikur, rúbbí, blak, hafnabolti og hjólreiðar. Knattspyrnulandsliðið hefur þrívegis komist í úrslitakeppni HM karla, það var árin 1982, 2010 og 2014. Liðið hefur enn ekki unnið leik á HM, en á Spáni árið 1982 gerði Hondúras afar óvænt jafntefli gegn gestgjöfunum.
Hondúras sendi fyrst íþróttafólk til keppni á Ólympíuleikunum á leikunum í Mexíkóborg 1968 og hefur tekið þátt í öllum leikum frá því í Los Angeles 1984. Fjórum sinnum hefur knattspyrnulið karla keppt á leikunum en annars hafa frjálsíþróttamenn og sundmenn verið fyrirferðarmestir. Íþróttafólk frá Hondúras hefur aldrei komist á verðlaunapall.
↑Davidson rekur þetta til Herrera. Historia General de los Hechos de los Castellanos. VI. bindi. Buenos Aires: Editorial Guarania. 1945–1947. bls. 24. ISBN978-8474913323.
↑ 3,03,1Davidson, William (2006). Honduras, An Atlas of Historical Maps. Managua: Fundacion UNO, Colección Cultural de Centro America Serie Historica, no. 18. bls. 313. ISBN978-99924-53-47-6.