Arúba er eyja í Karíbahafi, aðeins 25 km norðan við Paraguaná-skaga í Venesúela. Stjórnsýslulega er eyjan sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Konungsríkið Holland og var skipt út úr Hollensku Antillaeyjum árið 1986. Ólíkt því sem gerist á öðrum eyjum í Karíbahafi er loftslag á eyjunni þurrt, sem hefur gert hana að vinsælum ferðamannastað. Ferðaþjónusta stendur undir þremur fjórðu hlutum landsframleiðslu Arúba en aðrar mikilvægar undirstöður undir efnahagslífi eyjarinnar eru gull- og fosfatnámur og olíuhreinsun.
Eyjan er 33 km að lengd, að mestu flöt og laus við ár og vötn. Hvítar sandstrendur er að finna á suður- og vesturströnd eyjarinnar þar sem skjól er fyrir hafstraumum. Austan megin við Arúba eru eyjarnar Bonaire og Curaçao sem mynda suðvesturhluta Hollensku Antillaeyja.
Upphaflegir íbúar Arúba voru caquetio-mælandiAravakindíánar. Spánverjar lögðu eyjuna undir sig um 1500 en Hollendingar unnu hana af þeim árið 1636. Árið 1928 var olíuhreinsistöð opnuð á eyjunni sem jók velmegun og ýtti undir kröfur um sjálfstæði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1977 reyndust yfir 80% íbúa vera fylgjandi sjálfstæði og í kjölfarið hófust samningaviðræður við Holland. Árið 1990 var sjálfstæðisferlinu frestað um óákveðinn tíma.
Heiti
Það eru til nokkrar kenningar um uppruna heitis Arúba:[1][2]
Arúba er frekar flatlend, þurrlend eyja. Hún er hluti Hléborðseyja sem eru syðri hluti Litlu Antillaeyja í Karíbahafi. Eyjan er 77 km vestan við Curaçao og 29 km norður af Paraguaná-skaga í Venesúela.[4] Á Arúba er að finna hvítar sandstrendur á vestur- og suðurströnd eyjunnar, í skjóli frá sterkum hafstraumum.[4][5] Þar býr líka meirihluti íbúa og þar hefur ferðaþjónustan helst þróast.[5][1] Við norður- og austurströndina er meira brim og þar er landið að mestu ósnert.