Eyjan er 616 km2 að stærð og er hluti af Windward eyjaklasanum í Karíbahafi. Eyjan er sunnan við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og norðan við Martinique. Sankti Lúsía hefur verið í Breska samveldinu frá 1979. Hún er frjósöm og hálend eldfjallaeyja; hæsti tindur: Gimie, 959 m. Á eyjunni er hitabeltisloftslag. Höfuðborgin er Castries.
Íbúar
Íbúar (2010) eru um 165.595. Íbúarnir eru aðallega af afrískum uppruna og Kaþólska kirkjan er ríkjandi trú, en þar er einnig stór hópur mótmælenda. Enska er opinbert tungumál, en Kwéyòl, franskur Creole, er einnig víða töluð, og margir eyjaskeggjar tala einnig frönsku eða spænsku.
Saga
Kristófer Kólumbus hefur líklega séð til eyjarinnar árið 1502. Bretum mistókst í fyrstu tilraun þeirra að nýlenduvæða eyjuna upphafi 17. aldar. Eyjan var síðar byggð af frökkum sem gerðu samning við eyjaskeggja árið 1660. Bretar og Frakkar deildu um Sankti Lúsíu en því lauk með því að bretar tryggðu sér völd árið 1814. Eyjan varð þá hluti af nýlendum Bretlands á Kulborðseyjum. Þegar nýlendan var leyst upp árið 1958-62 varð Sankti Lúsía hluti af Sambandsríki Vestur-Indía. Árið 1967 fékk Sankti Lúsía nokkurt sjálfstæði sem eitt af sex ríkjum í Sambandsríki Vestur-Indía. Þann 22. febrúar árið 1979 hlaut Sankti Lúsía fullt sjálfstæði og er það þjóðhátíðardagur eyjarinnar.
Hagkerfi
Hagkerfi byggir að miklu leyti á útflutningi landbúnaðarafurða (banana, kakó og annarra landbúnaðarvara úr hitabeltinu) og ferðaþjónusta. Sankti Lúsía hefur laða að erlenda fjárfestingu einkum í bankastarfsemi og létts iðnaðar, olíuhreinsunar og flutninga. Bandaríkin og Frakkland eru helstu viðskiptaríki.
Stjórnarfar
Samkvæmt stjórnarskrá landsins frá 1979 er landið er þingræðibundið lýðræði. Á þjóðþinginu eru tvær deildir: öldungadeild með 11 þingsæti og Neðri deild (House of Assembly) með 17 sæti. Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórnina. Sankti Lúsía er í Breska Samveldinu og hefur því þjóðhöfðingja samkvæmt konungssambandi við Stóra-Bretland og Norður Írland.
Sankti Lúsía hefur alið flesta nóbelsverðlaunahafa miðað við höfðatölu. Það eru þeir Sir Arthur Lewis sem fékk nóbelsverðlaun í hagfræði 1979, og Derek Walcott sem fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1992. Þeir eru báðir fæddir 23. janúar, en ekki sama ár.