Líffræðileg fjölbreytni eða líffjölbreytni er hugtak sem nær yfir fjölbreytni vistkerfa og tegunda en einnig um fjölbreytni innan tegunda. Þegar talað er um fjölbreytni innan tegunda er átt við bæði útlit (svipgerð) og erfðir (arfgerð). Í dag lifa milljónir ólíkra tegunda lífvera á jörðunni. Þær eru niðurstaða 3,5 milljarða ára þróunar.
Mikilvægt er að tryggja að þeir ferlar sem liggja til grundvallar við myndun líffræðilegrar fjölbreytni fái að starfa óhindrað.