15. september
15. september er 258. dagur ársins (259. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 107 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 668 - Keisarinn Konstans 2. var myrtur í baði í hallarbyltingu í Sýrakúsu á Sikiley. Hirðin sneri aftur til Konstantínópel eftir 5 ára fjarveru.
- 1590 - Úrbanus 7. var kjörinn páfi. Hann dó úr malaríu tólf dögum síðar og telst hafa verið skemmstan tíma í embætti af öllum páfum.
- 1604 - Svíar biðu ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Weissenstein.
- 1644 - Innósentíus 10. tók við sem páfi eftir lát Úrbanusar 8..
- 1647 - Brynjólfur Sveinsson biskup fékk Flateyjarbók að gjöf.
- 1821 – Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Níkaragva og Kosta Ríka fengu sjálfstæði frá Spáni.
- 1929 - Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað.
- 1947 - Átta ára stúlka, Þórunn S. Jóhannsdóttir, hélt sína fyrstu píanótónleika í Reykjavík og var sögð undrabarn. Síðar varð hún eiginkona Vladimirs Ashkenazy, píanóleikara og hljómsveitarstjóra.
- 1962 - BSRB gerði sinn fyrsta kjarasamning við ríkið.
- 1964 - Breska dagblaðið The Sun var stofnað.
- 1967 - Sjónvarpsútsendingar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru takmarkaðar við flugvallarsvæðið og næsta nágrenni.
- 1967 - Þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli.
- 1972 - Franska kvikmyndin Háttvísir broddborgarar var frumsýnd.
- 1973 - Karl 16. Gústaf varð konungur Svíþjóðar, við andlát afa síns, Gústafs 6. Adolfs.
- 1976 - Ný félagsvísindadeild tók til starfa við Háskóla Íslands.
- 1981 - Út af Rit veiddist risalúða, sem reyndist vera 268 sentimetra löng og vó yfir fjórðung úr tonni.
- 1985 - Sif Sigfúsdóttir var kjörin fegurðardrottning Norðurlanda, en hún var þá 17 ára gömul.
- 1986 - Frakkland tók upp vegabréfsáritanir fyrir öll ríki utan Evrópubandalagsins að Sviss undanskildu.
- 1987 - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til Los Angeles í Bandaríkjunum.
- 1991 - Sósíaldemókratar í Svíþjóð biðu sinn versta kosningaósigur í 60 ár í þingkosningum. Forsætisráðherrann, Ingvar Carlsson, sagði af sér.
- 1993 - Kaþólski presturinn Pino Puglisi var myrtur í Palermó vegna baráttu sinnar gegn sikileysku mafíunni.
- 1994 - Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri og varð jafnframt stórmeistari í skák.
- 1995 - Íslenska kvikmyndin Tár úr steini var frumsýnd.
- 1997 - Lénið Google var fyrst skráð. Fyrirtækið var formlega stofnað ári síðar.
Fædd
- 1254 - Marco Polo, ítalskur landkönnuður (d. 1324).
- 1307 - Einar Hafliðason, íslenskur rithöfundur (d. 1393).
- 1603 - Tokugawa Yorifusa, japanskur lávarður og níundi sonur Tokugawa Ieyasu (d. 1661).
- 1613 - François de la Rochefoucauld, franskur rithöfundur (d. 1680).
- 1643 - Jón Vigfússon, Hólabiskup (d. 1690).
- 1649 - Titus Oates, enskur prestur (d. 1705).
- 1789 - James Fenimore Cooper, bandarískur rithöfundur (d. 1851).
- 1830 - Porfirio Díaz, forseti Mexíkó (d. 1915).
- 1857 - William Howard Taft, Bandaríkjaforseti (d. 1930).
- 1884 - Samúel Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 1969).
- 1890 - Agatha Christie, enskur rithöfundur (d. 1976).
- 1904 - Úmbertó 2., síðasti konungur Ítalíu (d. 1983).
- 1908 - Miško Kranjec, slóvenskur rithöfundur (d. 1983).
- 1915 - Jens Otto Krag, danskur stjórnmálamaður (d. 1978).
- 1934 - Bjarni Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 2008).
- 1935 - Amalía Jóna Jónsdóttir, fyrsti íslenski kvenfangavörður á Íslandi.
- 1939 - John M. Dillon, írskur fornfræðingur.
- 1942 - Wen Jiabao, kínverskur stjórnmálamaður.
- 1942 - Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
- 1960 - Katsuyoshi Shinto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Ragnar Bragason, íslenskur leikstjóri.
- 1972 - Letizia Spánardrottning.
- 1977 - Chimamanda Ngozi Adichie, nigeriskur rithofundur.
- 1978 - Eiður Smári Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Katrín Atladóttir, íslensk badmintonkona.
- 1980 - Jolin Tsai, kínversk söngkona.
- 1981 - Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1984 - Harry Bretaprins.
- 1997 - Sigurður Sævar Magnúsarson, íslenskur myndlistarmaður.
Dáin
- 1700 - André Le Nôtre, franskur landslagsarkitekt (f. 1613).
- 1859 - Isambard Kingdom Brunel, enskur verkfræðingur (f. 1806).
- 1864 - John Hanning Speke, breskur landkönnuður (f. 1827).
- 1926 - Rudolf Eucken, þýskur heimspekingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1846).
- 1960 - Héctor Castro, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1904).
- 1972 - Ásgeir Ásgeirsson, 2. forseti Íslands (f. 1894).
- 1973 - Gústaf 6. Adólf, konungur Svíþjóðar (f. 1882).
- 2007 - Colin McRae, skoskur rallýökumaður og fyrrverandi heimsmeistari (f. 1968).
- 2020 - Moussa Traoré, forseti Malí (f. 1936).
- 2022 - Ragnar Arnalds, stjórnmálamaður og rithöfundur (f. 1938).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|