10. janúar - Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum. Stjórnin var mynduð af Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð með minnsta mögulega meirihluta..
14. janúar - Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Tveir sjómenn af grænlenskum togara í Hafnarfirði voru handteknir í kjölfarið. Öðrum þeirra var síðar sleppt án ákæru, hinn var ákærður fyrir morð.
10. mars - Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við mögulegu mesta neyðarástandi heims frá Síðari heimsstyrjöld vegna hættu á hungursneyð í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu.
3. júní - Árásin á Lundúnabrú: Þrír hryðjuverkamenn óku á vegfarendur og réðust síðan á fólk með hnífum. Þeir myrtu 8 áður en lögregla skaut þá til bana.
6. september - Fellibylurinn Irma gekk yfir Karíbahafið og Bandaríkin og olli 146 dauðsföllum.
12. september - Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að faðir Bjarna Benediktssonar hefði verið einn þeirra sem mæltu með því að kynferðisbrotamaður hlyti uppreist æru, en dómsmálaráðherra aðeins upplýst forsætisráðherra sjálfan um það.
9. desember - Íraksher lýsti því yfir að hann hefði „að fullu“ frelsað öll svæði í Írak undan stjórn Íslamska ríkisins og náð stjórn á landamærunum að Sýrlandi.
24. desember - Gvatemala tilkynnti að þeir hygðust feta í fótspor Bandaríkjanna og flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Hondúras og Panama gerðu slíkt hið sama 2 dögum síðar.