30. júlí
30. júlí er 211. dagur ársins (212. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 154 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 657 - Vítalíanus páfi tók við embætti.
- 1514 - Rússar hertóku pólsku borgina Smolensk.
- 1588 - Englendingar unnu sigur á Flotanum ósigrandi.
- 1609 - Franski landkönnuðurinn Samuel de Champlain tók þátt í orrustu milli Húronindíána og Írókesa og skaut tvo höfðingja Írókesa til bana.
- 1619 - Burgeisaþingið, fyrsta þing landnema í Norður-Ameríku kom saman í Jamestown, Virginíu.
- 1626 - Um tíu þúsund manns létust þegar jarðskjálfti reið yfir Napólí á Ítalíu.
- 1627 - Ítölsku bæirnir Torremaggiore og San Severino hrundu í jarðskjálfta.
- 1797 - Geir Vídalín var vígður biskup og fór vígslan fram á Hólum, en aðsetur biskups skyldi vera í Reykjavík.
- 1874 - Kristján 9. Danakonungur kom til Íslands til að vera viðstaddur þjóðhátíð í byrjun ágúst. Hann var fyrsti konungur Íslands sem kom til landsins.
- 1907 - Friðrik 8. Danakonungur kom til Íslands og ferðaðist um Suðurland auk þess að fara til Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar.
- 1909 - Giftar konur fengu kosningarétt á Íslandi, svo og þær vinnukonur sem greiddu opinber gjöld.
- 1912 - Taishō keisari tók við völdum í Japan.
- 1927 - Fyrsta ólympíuskákmótinu lauk með sigri Ungverja.
- 1930 - Fyrstu heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu lauk í Úrúgvæ.
- 1932 - Sumarólympíuleikar voru settir í Los Angeles.
- 1946 - Bifreið var ekið í fyrsta sinn úr Fljótum um Lágheiði og til Ólafsfjarðar og tók ferðin 6 klukkustundir.
- 1950 - Skúli Guðmundsson setti Íslandsmet í hástökki sem stóð í 10 ár.
- 1951 - Örn Clausen varð Norðurlandameistari í tugþraut, þá 22 ára gamall.
- 1961 - Brú var vígð yfir Hornafjarðarfljót og var hún þá næstlengsta brú Íslands, 255 metrar.
- 1964 - Íslensk málnefnd var stofnuð þegar Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, undirritaði reglugerð þess efnis.
- 1971 - 162 létust í árekstri Boeing 727-farþegaþotu og herþotu í Japan.
- 1977 - Stálvík í Garðabæ hleypti af stokkunum fyrsta skuttogara, sem smíðaður var á Íslandi, Stálvík, SI.
- 1980 - Vanúatú fékk sjálfstæði frá Bretlandi og Frakklandi.
- 1980 - Jerúsalemlögin voru samþykkt af ísraelska þinginu.
- 1993 - Bæjarhátíðin Neistaflug var haldin í fyrsta sinn í Neskaupstað.
- 1994 - Langferðabíll með 32 erlenda ferðamenn valt út af veginum fyrir ofan Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu. Fjölmargir slösuðust og ellefu voru lagðir á sjúkrahús.
- 1997 - 18 fórust í skriðu í Snowy Mountains í Ástralíu.
- 1998 - Obuchi Keizo tók við af Ryūtarō Hashimoto sem forsætisráðherra Japans.
- 1998 - Skemmtistaðurinn Tunglið við Lækjargötu gjöreyðilagðist í eldsvoða.
- 2000 - Stafkirkja var vígð í Vestmannaeyjum. Hún var gjöf frá Norðmönnum.
- 2002 - Eftir Enron- og Worldcom-hneykslin undirritaði George W. Bush Sarbanes-Oxley-lögin um ábyrgð stjórnarmanna og aukið gagnsæi.
Fædd
- 1549 - Ferdínand 1. de' Medici, stórhertogi Toskana (d. 1609).
- 1610 - Lorens von der Linde, sænskur hermarskálkur (d. 1670).
- 1641 - Reinier de Graaf, hollenskur læknir (d. 1673).
- 1818 - Emily Brontë, enskur rithöfundur (d. 1848).
- 1857 - Thorstein Veblen, bandarískur hagfræðingur (d. 1929).
- 1863 - Henry Ford, bandarískur athafnamaður (d. 1947).
- 1888 - Jón Dúason, íslenskur hagfræðingur (d. 1967).
- 1888 - Werner Jaeger, þýskur fornfræðingur (d. 1961).
- 1889 - Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, íslenskur rithöfundur (d. 1963).
- 1903 - Anna Borg, íslensk leikkona (d. 1963).
- 1918 - Auður Laxness, íslensk handverkskona (d. 2012).
- 1943 - Giovanni Goria, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu (d. 1994).
- 1945 - Patrick Modiano, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1947 - Arnold Schwarzenegger, bandarískur kvikmyndaleikari.
- 1948 - Sigurður Pálsson, íslenskt skáld (d. 2017).
- 1954 - Emil Gunnar Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1956 - Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
- 1960 - Árni Þór Sigurðsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Laurence Fishburne, bandarískur leikari.
- 1963 - Lisa Kudrow, bandarísk leikkona.
- 1964 - Jürgen Klinsmann, þýskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Claude Dambury, franskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Tryggvi Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Hilary Swank, bandarisk leikkona.
- 1982 - Yvonne Strahovski, áströlsk leikkona.
- 1990 - Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1992 - Fabiano Caruana, bandarískur skákmeistari.
- 1999 - Joey King, bandarísk leikkona.
- 1999 - Gísli Þorgeir Kristjánsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|