Sigurður Pálsson (30. júlí 1948 - 19. september 2017) var íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi og leikskáld. Sigurður hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007.
Ævi
Sigurður fæddist á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem faðir hans var prestur. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og lauk námi í leikhúsfræði og bókmenntum í Sorbonne háskóla í París. Aðalstarf Sigurðar var við ritstörf og þýðingar en hann sinnti einnig ýmsum öðrum störfum, t.d. var hann fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og starfaði við sjónvarp og kvikmyndir. Hann kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en síðustu æviár sín sinnti hann kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands.
Hann var forseti Alliance Française um tíma og formaður Rithöfundasambands Íslands frá 1984-1988.
Eiginkona Sigurðar var Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og eignuðust þau einn son.[1]
Verk Sigurðar
Ljóð
Endurminningarbækur
Skáldsögur
Leikrit
- Hvað er í kokinu á hvalnum (1975)
- Undir suðvesturhimni (1976)
- Hlaupvídd sex (1977)
- Húsið á hæðinni eða hring eftir hring (1986)
- Hótel Þingvellir (1990)
- Völundarhús (1997)
- Einhver í dyrunum (2000)
- Tattú (2003)
- Utangátta (2008)
- Blinda konan og þjónninn, útvarpsleikrit (2014)
- Segulsvið (2015)[2]
Viðurkenningar
Sigurður var valinn borgarlistamaður Reykjavíkur á tímabilinu 1987-1990, hann hlaut riddarakross frönsku heiðursorðunnar árið 2007 og íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár fyrir bók sína Minnisbók. Hann hlaut Grímuverðlaun árið 2008 fyrir leikrit sitt Utangátta, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2016 og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag árið 2017.[1]
Heimildir
Tilvísanir
- ↑ 1,0 1,1 Visir.is, „Sigurður Pálsson er látinn“ (skoðað 13. desember 2020)
- ↑ Bokmenntaborgin.is, „Sigurður Pálsson“ (skoðað 13. desember 2020)