15. janúar
15. janúar er 15. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 350 dagar (351 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
- 69- Galba var ráðinn af dögum af lífverði keisara. Otho náði völdum í Róm og lýsti sig keisara.
- 708 - Sisinníus varð páfi.
- 1559 - Elísabet 1. var krýnd drottning Englands í Westminster Abbey.
- 1582 - Rússland lét Eistland og Lífland af hendi við Pólsk-litháíska samveldið.
- 1609 - Eitt af fyrstu fréttablöðum heims Avisa Relation oder Zeitung, kom fyrst út í Ágsborg.
- 1759 - Þjóðminjasafn Bretlands var fyrst opnað almenningi.
- 1790 - Fletcher Christian og átta aðrir uppreisnarmenn af skipinu Bounty settust að á Pitcairn-eyju ásamt sex körlum og tólf konum frá Tahíti.
- 1809 - Skipið Clarence frá Englandi kom til Hafnarfjarðar. Um borð var danskur maður, sem búið hafði í Englandi og víðar alllengi, Jørgen Jørgensen að nafni. Hann dvaldist hér í tvo mánuði. (Sjá 25. júní 1809.)
- 1885 - Wilson Bentley tók fyrstu ljósmyndina af snjókorni.
- 1892 - James Naismith gaf út reglur körfubolta.
- 1919 - Nóvemberbyltingin: Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht voru tekin höndum af vopnuðum Freikorps-sveitum og tekin af lífi samkvæmt skipun sósíaldemókrataleiðtogans Friedrich Ebert.
- 1922 - Michael Collins varð formaður írskur bráðabirgðastjórnarinnar.
- 1935 - Mjólkursamsalan var stofnuð.
- 1942 - Vindhraðamet var slegið í Reykjavík, í bandarískri flugstöð við Reykjavíkurflugvöll mældist vindhraði 39.8 m/s.
- 1943 - Heimsins stærsta skrifstofubygging, Pentagon í Arlington, Virginíufylki, var tekin í notkun.
- 1947 - Elizabeth Short, Svarta dalían, fannst myrt í Los Angeles. Morðið er enn óupplýst.
- 1967 - Gífurlegt hrun varð úr Innstahaus, nyrst við Steinsholtsjökul, sem er skriðjökull norður úr Eyjafjallajökli. Við hrunið rann fram mikið vatnsmagn úr jökullóninu fram á Markarfljótsaura og var það talið nema milljónum tonna. Rennsli Markarfljóts margfaldaðist um tíma vegna þessa.
- 1970 - Muammar al-Gaddafi var lýstur formaður Líbýska byltingarráðsins.
- 1971 - Asvanstíflan var tekin í notkun.
- 1972 - Margrét Þórhildur var hyllt sem Danadrottning degi eftir lát föður síns Friðriks 9.
- 1976 - Odvar Nordli varð forsætisráðherra Noregs.
- 1977 - Flugslysið í Kälvesta: Sænsk farþegavél hrapaði á íbúðabyggð með þeim afleiðingum að 22 létust.
- 1980 - William Heinesen var gerður að heiðursborgara í Þórshöfn.
- 1981 - Jóhannes Páll 2. páfi tók á móti sendinefnd frá Samstöðu í Vatíkaninu.
- 1983 - Bandalag jafnaðarmanna á Íslandi var stofnað að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar.
- 1985 - Tancredo Neves var kjörinn forseti Brasilíu af brasilíska þinginu.
- 1987 - Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaobang, var neyddur til að segja af sér.
- 1988 - Lögreglu og mótmælendum lenti saman við Klettamoskuna í Jerúsalem.
- 1990 - Búlgarska þingið samþykkti að afnema flokksræði Búlgarska kommúnistaflokksins.
- 1990 - Þúsundir manna réðust inn í höfuðstöðvar austurþýsku leyniþjónustunnar, Stasi, til að skoða skjöl um sig.
- 1992 - Evrópusambandið viðurkenndi sjálfstæði Króatíu og Slóveníu.
- 1993 - Mafíuforinginn Salvatore Riina var handtekinn í Palermó á Sikiley.
- 1994 - Hjúkrunarfélag Íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga voru sameinuð í Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
- 1994 - R-listinn ákvað sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna í Reykjavík.
- 1994 - Skemmtiferðaskipið American Star slitnaði úr togi og rak á land við Fuerteventura á Kanaríeyjum.
- 1999 - Blóðbaðið í Račak: 45 kosóvóalbanar voru drepnir af Júgóslavíuher.
- 2001 - Wikipedia var opnuð almenningi.
- 2006 - Michelle Bachelet var kjörin forseti Chile, fyrst kvenna.
- 2006 - Geimkönnunarfarið Stardust sneri aftur með geimryk frá halastjörnu.
- 2007 - Meðferðarheimilinu Byrginu var lokað.
- 2007 - Hálfbróðir Saddams Husseins Barzan Ibrahim al-Tikriti og dómarinn Awad Hamed al-Bandar voru hengdir fyrir aðild að morðum á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982.
Fædd
- 1292 - Jóhanna af Búrgund, drottning Frakklands, kona Filippusar 5. (d. 1330).
- 1342 - Filippus 2. hertogi af Búrgund (d. 1404).
- 1432 - Alfons 5., konungur Portúgals (d. 1481).
- 1622 - Moliére, franskt leikskáld (d. 1673).
- 1721 - Stefán Björnsson reiknimeistari (d. 1798).
- 1735 - Vigfús Hansson Scheving, íslenskur sýslumaður (d. 1817).
- 1809 - Pierre-Joseph Proudhon, franskur anarkisti (d. 1865).
- 1812 - Peter Christian Asbjørnsen, norskur rithöfundur og vísindamaður (d. 1885).
- 1862 - Loïe Fuller, bandarískur listdansari (d. 1928).
- 1863 - Wilhelm Marx, þýskur stjórnmálamaður (d. 1946).
- 1866 - Nathan Söderblom, erkibiskup Uppsala (d. 1931).
- 1869 - Stanisław Wyspiański, pólskur listmálari (d. 1907).
- 1876 - Ibn Sád, konungur Sádí-Arabíu (d. 1953).
- 1898 - Uffa Fox, breskur skútuhönnuður (d. 1972).
- 1900 - William Heinesen, færeyskur rithöfundur (d. 1991).
- 1911 - Ólafur Kalstað Þorvarðsson, Sundhallarforstjóri og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1942).
- 1916 - Hallvard Magerøy, norskur textafræðingur (d. 1994).
- 1918 - João Figueiredo, forseti Brasilíu (d. 1999).
- 1918 - Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands (d. 1970).
- 1923 - Koji Miyata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1929 - Martin Luther King yngri, bandarískur mannréttindafrömuður, friðarverðlaunahafi Nóbels (d. 1968).
- 1940 - Arlie Russell Hochschild, bandarískur félagsfræðingur.
- 1952 - Tatsuhiko Seta, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Sophie Wilmès, belgískur stjórnmálamaður.
- 1977 - Giorgia Meloni, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Þóranna Krístín Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 1978 - Eddie Cahill, bandarískur leikari.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|