Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er íslenskt stéttarfélag hjúkrunarfræðinga.

Félagið var stofnað 18. nóvember 1919 og hét þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Markmið félagsins var að koma á fót námi í hjúkrun á Íslandi. 1960 tók félagið upp heitið Hjúkrunarfélag Íslands þar sem fyrstu karlmennirnir höfðu þá lært hjúkrun á Íslandi. 1978 stofnuðu hjúkrunarfræðingar með próf frá Háskóla Íslands sérstakt félag fyrir háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga en 15. janúar 1994 sameinuðust félögin tvö sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Formenn félagsins

  • 1919-1921 Harriet Kjær (f. 1863)
  • 1921-1922 Davide Warncke (f. 1882)
  • 1922-1924 Christophine Bjarnhéðinsson (f. 1868)
  • 1924-1960 Sigríður Eiríksdóttir (f. 1894)
  • 1960-1964 Anna Loftsdóttir (f. 1911)
  • 1964-1975 María Pétursdóttir (f. 1919)
  • 1975-1977 Ingibjörg Helgadóttir (f. 1941)
  • 1977-1983 Svanlaug Árnadóttir (f. 1937)
  • 1983-1987 Sigþrúður Ingimundardóttir (f. 1946)
  • 1987-1988 Pálína Sigurjónsdóttir (f. 1931)
  • 1988-1991 Sigþrúður Ingimundardóttir (f. 1946)
  • 1991-1994 Vilborg Ingólfsdóttir (f. 1948)
  • 1994-1999 Ásta Möller (f. 1957)
  • 1999-2003 Herdís Sveinsdóttir (f. 1956)
  • 2003-2013 Elsa B. Friðfinnsdóttir (f. 1959)
  • 2013-2016 Ólafur Guðbjörn Skúlason (f. 1980)
  • 2018- Guðbjörg Pálsdóttir (f.

Tengill

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.