Prófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir (f. 1956)[1] er prófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.[2]
Ferill
Herdís lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, MS prófi frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 1987 og doktorsprófi frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð árið 2000.[1] Herdís hóf störf við Háskóla Íslands 1987 og er nú prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar. Samhliða störfum sínum við Háskólann var hún hjúkrunarfræðingur á Landspítala á árunu 1987 til 1994 og samfleytt frá 2004 sem forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við Skurðlækningasvið spítalans.[2] Herdís var formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1999 til 2003.[3]
Ýmis störf og verkefni
Herdís hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum utan og innan Háskóla Íslands. Má nefna að hún var formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði frá 1989 til 1994.[4][5] Hún var fulltrúi í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði frá 1998 og formaður frá 2003 til 2008[6] Þá var hún í stjórn Rannsóknarstofu í kvennafræðum og formaður 1999 til 2000 og 2009 til 2010. Hún var fulltrúi í Kennslunefnd HÍ 1998 – 2000, formaður Jafnréttisnefnda HÍ 2014 til 2017, fulltrúi í Vísindaefnd HÍ og formaður fagráðs heilbrigðisvísindasviðs 2008 – 2011, fulltrúi í nefnd rektors um framgang akademískra starfsmanna við HÍ frá 2011 til 2014 og í dómnefnd rektors um mat á akademísku hæfi starfsmanna LSH frá 2003 til 2016. Hún var í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs frá 2017 og frá 2006 til 2017 sat hún sem varafulltrú og fulltrúi í Vísindanefnd Landspítala.[2] Á árunum 1999 til 2004 sat Herdís í stjórn SSN (samvinna hjúkrunarfræðina á Norðurlöndum), í fulltrúaráði alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, í fastanefnd ESB um hjúkrunarmál[1] í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, en hún var jafnframt formaður þeirrar stjórnar árið 2002, stjórn Vinnueftirlitsins[2] og var varaformaður Bandalags háskólamanna frá 2000 til 2004. Þá var Herdís fulltrúi í stjórn Í stjórn Rannsóknastofu í vinnuvernd í nokkur ár frá 2004.[1]
Rannsóknir
Rannsóknir Herdísar tengdar hjúkrun og heilbrigði eru fjölþættar en meginrannsóknarsvið hennar hefur verið heilbrigði kvenna, líðan skurðsjúklinga og vinna og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema.[2][7] Rannsóknir á heilbrigði kvenna hafa snúið að blæðingaskeiði kvenna og fjallaði doktorsritgerð hennar um fyrirtíðaspennu hjá íslenskum konum. Á síðari árum hefur hún jafnframt m.a. skoðað og komið að rannsóknum á breytingaskeiðinu, upphafi blæðinga, sjálfshlutgervingu kvenna, lífsgæðum þeirra og heimafæðingum. Rannsóknir Herdísar og samstarfsfólks á skurðsjúklingum hafa miðað að því að skoða einkenni þeirra, bataferlið og áhrif aðgerðanna á aðstæður sjúklinganna. Vinnuumhverfisrannsóknirnar hafa m.a. miðað að því að skoða inntak starfa hjúkrunarfræðinga, stjórnun, starfsánægju, streitu og færni í starfi.[8] Hún er og hefur verið samstarfsaðili í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum eins og ritaskrá að neðan endurspeglar.
Burke, J., Smith, LN., Sveinsdottir, H & Willman, A. (2010). Patient Safety in Europe: Medication error and hospital health-care acquired infection. The WENR report and Reasons theory of human fallibility. In Proceedings from the Symposium on Cultural Factors Influencing Patient Safety. October 8, 9 and 10; Athens – Greece. Brussel: WENR, p. 24 – 38.