Herdís Sveinsdóttir

Herdís Sveinsdóttir
Fædd1956
StörfPrófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands

Herdís Sveinsdóttir (f. 1956)[1] er prófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.[2]

Ferill

Herdís lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, MS prófi frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 1987 og doktorsprófi frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð árið 2000.[1] Herdís hóf störf við Háskóla Íslands 1987 og er nú prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar. Samhliða störfum sínum við Háskólann var hún hjúkrunarfræðingur á Landspítala á árunu 1987 til 1994 og samfleytt frá 2004 sem forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við Skurðlækningasvið spítalans.[2] Herdís var formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1999 til 2003.[3]

Ýmis störf og verkefni

Herdís hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum utan og innan Háskóla Íslands. Má nefna að hún var formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði frá 1989 til 1994.[4][5] Hún var fulltrúi í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði frá 1998 og formaður frá 2003 til 2008[6] Þá var hún í stjórn Rannsóknarstofu í kvennafræðum og formaður 1999 til 2000 og 2009 til 2010. Hún var fulltrúi í Kennslunefnd HÍ 1998 – 2000, formaður Jafnréttisnefnda HÍ 2014 til 2017, fulltrúi í Vísindaefnd HÍ og formaður fagráðs heilbrigðisvísindasviðs 2008 – 2011, fulltrúi í nefnd rektors um framgang akademískra starfsmanna við HÍ frá 2011 til 2014 og í dómnefnd rektors um mat á akademísku hæfi starfsmanna LSH frá 2003 til 2016. Hún var í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs frá 2017 og frá 2006 til 2017 sat hún sem varafulltrú og fulltrúi í Vísindanefnd Landspítala.[2] Á árunum 1999 til 2004 sat Herdís í stjórn SSN (samvinna hjúkrunarfræðina á Norðurlöndum), í fulltrúaráði alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, í fastanefnd ESB um hjúkrunarmál[1] í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, en hún var jafnframt formaður þeirrar stjórnar árið 2002, stjórn Vinnueftirlitsins[2] og var varaformaður Bandalags háskólamanna frá 2000 til 2004. Þá var Herdís fulltrúi í stjórn Í stjórn Rannsóknastofu í vinnuvernd í nokkur ár frá 2004.[1]

Rannsóknir

Rannsóknir Herdísar tengdar hjúkrun og heilbrigði eru fjölþættar en meginrannsóknarsvið hennar hefur verið heilbrigði kvenna, líðan skurðsjúklinga og vinna og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema.[2][7] Rannsóknir á heilbrigði kvenna hafa snúið að blæðingaskeiði kvenna og fjallaði doktorsritgerð hennar um fyrirtíðaspennu hjá íslenskum konum. Á síðari árum hefur hún jafnframt m.a. skoðað og komið að rannsóknum á breytingaskeiðinu, upphafi blæðinga, sjálfshlutgervingu kvenna, lífsgæðum þeirra og heimafæðingum. Rannsóknir Herdísar og samstarfsfólks á skurðsjúklingum hafa miðað að því að skoða einkenni þeirra, bataferlið og áhrif aðgerðanna á aðstæður sjúklinganna. Vinnuumhverfisrannsóknirnar hafa m.a. miðað að því að skoða inntak starfa hjúkrunarfræðinga, stjórnun, starfsánægju, streitu og færni í starfi.[8] Hún er og hefur verið samstarfsaðili í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum eins og ritaskrá að neðan endurspeglar.

Heimildir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Háskóli Íslands. Herdís Sveinsdóttir prófessor. Ferilskrá“ (PDF). Sótt 25. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Nýr forseti Hjúkrunarfræðideildar“. Sótt 25. júlí 2019.
  3. Herdís Sveinsdóttir. (2019). Klínísk og gagnreynd þekking, skjólstæðingum til hagsbóta Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 95(1), 44. Sótt 22. júlí 2019
  4. Mbl.is. (1999). Öflugt félag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 80 ára. Sótt 22. júlí 2019
  5. Herdís Sveinsdóttir. (1993). Fréttir frá Háskóla Íslands, námsbraut í hjúkrunarfræði. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(1), 51-54. Sótt 22. júlí 2019
  6. Háskóli Íslands. Hjúkrunarfræðideild.
  7. Google Scholar. Herdis Sveinsdottir.
  8. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?

Helstu ritverk

Greinar

Ritstýrðar bækur