Pierre-Joseph Proudhon

Pierre-Joseph Proudhon , málverk eftir Gustave Courbet frá árinu 1865

Pierre-Joseph Proudhon (f. 15. janúar 1809, d. 19. janúar 1865) var franskur stjórnmálamaður, heimspekingur og sósíalisti. Hann sat á franska þinginu og var fyrstur manna til að kalla sjálfan sig stjórnleysingja. Á hann er litið sem einn af upphafsmönnum, mestu áhrifavöldum og skipuleggjendum stjórnleysisstefnunnar.

Proudhon sem fæddist í borginni Besançon í Frakklandi, var prentari að mennt og kenndi sjálfum sér latínu til að vera hæfari til að prenta bækur á því máli. Frægustu ummæli hans er „Eignarhald er þjófnaður“ úr fyrsta stóra ritverki hans Qu'est-ce que la propriété? Recherche sur le principe du droit et du gouvernement (Hvað er Eign? Rannsókn á frumatriðum réttar og ríkisvalds), sem út kom 1840. Útkoma bókarinna vakti athygli franskra yfirvalda en einnig athygli Karls Marx, sem hóf bréfaskriftir við Proudhon í framhaldi af útgáfu bókarinnar og áttu þau samskipti eftir að hafa mikil áhrif á verk og hugmyndir þeirra beggja þótt leiðir skildu síðar meir vegna hugmyndafræðilegs ágreinings, sem var þeirra á milli.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.