23. júní
23. júní er 174. dagur ársins (175. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 191 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
- 79 - Vespasíanus lést úr niðurgangi. Síðustu orð hans voru „ég held ég sé að breytast í guð“. Títus sonur hans tók við keisaratigninni.
- 1439 - Eiríkur af Pommern var settur af embætti í Danmörku.
- 1650 - Karl 2., kom til Skotlands, sem var hið eina af ríkjunum þremur (Englandi, Írlandi og Skotlandi) sem viðurkenndi hann sem konung.
- 1757 - Orrustan um Plassey: Breska Austur-Indíafélagið vann sigur á her furstans af Bengal.
- 1787 - Eftir rannsókn á embættisfærslu Skúla Magnússonar landfógeta úrskurðaði kansellíið í Kaupmannahöfn að hann fengi að halda embætti.
- 1828 - Hinni níu ára gömlu Maríu 2. Portúgalsdrottningu var steypt af stóli. Miguel föðurbróðir hennar, sem hafði verið ríkisstjóri, tók sér sjálfur konungsnafn. Hófst þá borgarastyrjöld sem stóð til 1834 og lauk með því að María settist í hásætið að nýju.
- 1893 - Karl Danaprins, sonarsonur Danakonungs kom til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna. Hann varð síðar konungur Noregs og tók sér nafnið Hákon 7..
- 1894 - Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð.
- 1923 - Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, var opnað á Skólavörðuholti í Reykjavík.
- 1925 - Skáksamband Íslands var stofnað.
- 1926 - Varðskipið Óðinn, sem ríkisstjórn Íslands lét smíða, kom til Reykjavíkur.
- 1930 - Í skála á baklóð Alþingishússins var opnuð listsýning með um 250 málverkum eftir 16 listamenn í tilefni af Alþingishátíðinni.
- 1936 - Rækjuverksmiðja Ísafjarðar hóf starfsemi.
- 1946 - Skíðasamband Íslands var stofnað.
- 1962 - Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga lagði af stað frá Hvítanesi.
- 1967 - Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kom í opinbera heimsókn til Íslands. Tveimur árum síðar varð hann kanslari.
- 1968 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1977 - Í Þjórsárdal var formlega opnaður sögualdarbær, sem reistur var í líkingu við bæinn á Stöng, í tilefni ellefu alda byggðar norrænna manna á Íslandi.
- 1979 - Sáttmáli um vernd flökkudýrastofna var undirritaður í Bonn.
- 1980 - Tim Berners-Lee hóf að vinna að kerfinu ENQUIRE sem var fyrirrennari Veraldarvefsins.
- 1983 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka hófst með árás Tamíltígra á herdeild úr her Srí Lanka.
- 1985 - Air India flug 182 fórst yfir Atlantshafi sunnan við Írland þegar sprengja sprakk um borð. 329 létust.
- 1986 - Fyrsti póstlistahugbúnaðurinn, LISTSERV, var þróaður af Eric Thomas.
- 1991 - Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu sem leiddi til Tíu daga stríðsins.
- 1991 - Japanski tölvuleikurinn Sonic the Hedgehog kom út.
- 1992 - Bandaríski mafíuforinginn John Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Paul Castellano og fleiri glæpi.
- 1992 - Verkamannaflokkur Ísraels undir forystu Yitzhak Rabin vann sigur í þingkosningum.
- 1993 - Lorena Bobbitt skar liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, í Manassas í Virginíu.
- 1993 - Ólympíusafnið var opnað í Lausanne í Sviss.
- 1996 - Leikjatölvan Nintendo 64 kom fyrst út í Japan.
Fædd
- 43 f.Kr. - Caesarion, egypskur prins (d. 30 f.Kr.).
- 1373 - Jóhanna 2. Napólídrottning (d. 1435).
- 1456 - Margrét af Aldinborg, síðar drottning Jakobs 3. Skotakonungs (d. 1486).
- 1534 - Nobunaga Oda, japanskur lénsherra (d. 1582).
- 1612 - André Tacquet, belgískur stærðfræðingur (d. 1660).
- 1763 - Joséphine de Beauharnais, keisaraynja Frakklands (d. 1814).
- 1889 - Anna Akmatova, rússneskt skáld (d. 1966).
- 1894 - Játvarður 8. Bretlandskonungur (d. 1972).
- 1912 - Alan Turing, enskur stærðfræðingur og rökfræðingur (d. 1954).
- 1916 - Ernst Willimowski, pólsk-þýskur knattspyrnumaður (d. 1997).
- 1934 - Nirmala Joshi, nepalskur trúarleiðtogi (d. 2015).
- 1936 - Richard Bach, bandarískur rithöfundur.
- 1937 - Martti Ahtisaari, forseti Finnlands.
- 1948 - Clarence Thomas, bandarískur hæstaréttardómari.
- 1949 - Ragnheiður Ríkharðsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Guðlaugur Arason, íslenskur rithöfundur.
- 1952 - Sigríður Ásdís Snævarr, íslenskur sendiherra.
- 1954 - Matthías Viðar Sæmundsson, íslenskur bókmenntafræðingur (d. 2004).
- 1957 - Frances McDormand, bandarísk leikkona.
- 1958 - Sigurður Páll Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Jóhamar, íslenskt skáld.
- 1964 - Joss Whedon, bandarískur handritshöfundur.
- 1964 - Kenji Honnami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Stella Hjaltadóttir, íslensk skíðagöngukona.
- 1965 - Birgir Þórarinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Martin Klebba, bandarískur leikari.
- 1972 - Zinedine Zidane, franskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Go Oiwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Eisuke Nakanishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - KT Tunstall, skosk söngkona.
- 1975 - Shuhei Terada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Emmanuelle Vaugier, kanadísk leikkona.
- 1976 - Patrick Vieira, franskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Hayden Foxe, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Duffy, velsk söngkona.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|