1. janúar - Fyrsta farþegaflugið fer á milli St. Petersburg og Tampa í Flórída.
21. apríl - Bandaríkjamenn hertaka höfnina í Veracruz, Mexíkó, með 2.300 hermönnum. Borginni er haldið í 6 mánuði. Mexíkó slítur stjórnmálatengslum við Bandaríkin.
29. maí - Farþegaskipið RMS Empress of Ireland sekkur í St. Lawrence-flóa í Kanada; 1.012 láta lífið.
5.-9. september - Orrustan við Marne. Herir Breta og Frakka stöðva sókn Þjóðverja til Parísar. Um 2 milljónir hermanna taka þátt í orrustunni, um 100 þúsund falla.