Oksítanska (okkitíska) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu. Það telst til undirflokksins oksítanórómönsk mál.
Skáldið Frédéric Mistral sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1904 samdi verk sín á oksítönsku og tók einnig saman vandaða orðabók fyrir tungumálið.