Sambandsflokkurinn

Gæti átt við færeyska stjórnmálaflokkinn Sambandsflokkurinn.

Sambandsflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður eftir Alþingiskosningar 1911 af Hannesi Hafstein og ýmsum fylgismönnum Heimastjórnarflokksins, svo sem Guðmundi Björnssyni og Stefáni Baldvin Stefánssyni. Tilgangur Sambandsflokksins var að koma með ný drög að sambandslögunum 1912 („bræðingurinn“). Hannes varð aftur ráðherra fyrir þennan flokk sama ár. Þegar Sambandsflokkurinn leið undir lok 1914 gengu flestir fylgismenn hans aftur í Heimastjórnarflokkinn.