Gísli Halldórsson (arkitekt)

Gísli Halldórsson (f. 12. ágúst 1914 d. 8. október 2012) var íslenskur arkitekt, íþróttafrömuður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Hann var afkastamikill íslenskur arkitekt og teiknaði hús á borð við Laugardalshöllina og Lögreglustöðina í Reykjavík. Frægustu hús hans eru í módernískum byggingarstíl.

Menntun

Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1933 og sveinsprófi í húsasmíði árið 1935. Hann lauk prófi frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole í Kaupmannahöfn árið 1938 og stundaði nám í Konunglegu Akademíunni til 1940 en kom þá heim til Íslands vegna stríðsins.

Starfsferill og viðurkenningar

Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1954-1958 og borg­ar­full­trúi frá 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966.

Gísli starfaði um árabil fyrir KR og í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur frá stofnun 1944-1962, formaður frá 1949-1962. Hann var forseti Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ 1962-1980. Í starfi sínu sem arkitekt teiknaði hann fjölmörg félagsheimili og íþróttamannvirki.

Gísli var einnig vel þekktur á alþjóðavettvangi íþróttanna og þar mikils metinn. Hann hlaut Heiðursorðu Alþjóðaólympíunefndarinnar árið 1983, Heiðursorðu Ólympíunefndar Litháens árið 1991 og Gullorðu Heimssambands ólympíunefnda  árið 2002. Gísli hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 1963 og stórriddarakross fálkaorðunnar árið 1974.

Byggingar

Heimildir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.