10. október
10. október er 283. dagur ársins (284. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 82 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 732 - Orrustan við Tours, nærri Poitiers, þar sem Karl hamar og Frankar stöðvuðu framsókn Mára inn í Evrópu.
- 1254 - Játvarður Plantagenet giftist Elinóru af Kastilíu. Faðir hans hafði gert giftingu þeirra að skilyrði fyrir því að semja frið í stríði sínu við bróður hennar, Alfons 10. af Kastilíu.
- 1361 - Svarti prinsinn giftist Jóhönnu, meynni fögru af Kent.
- 1607 - Bolotnikovuppreisnin: Uppreisnarmenn gáfust upp í Tula. Sjúiskíj lét taka þá alla af lífi þrátt fyrir að hafa heitið þeim griðum.
- 1631 - Saxneskur her hertók Prag.
- 1684 - Edmund Halley las afleiðslu lögmála Keplers út frá kenningu Newtons um þyngdaraflið upp á fundi hjá Konunglega breska vísindafélaginu.
- 1780 - Mikill fellibylur gekk yfir karabísku eyjarnar Barbados, Martinique og St. Eustasius. Um 22.000 manns fórust.
- 1898 - Fyrstu sjúklingarnir komu á Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
- 1899 - Enskur togari sigldi á bát Hannesar Hafstein, þáverandi sýslumanns Ísfirðinga, er hann gerði athugasemdir við veiðar togarans uppi í landsteinum. Hannes bjargaðist naumlega við annan mann, en þrír menn fórust.
- 1908 - Miðbæjarskólinn var vígður við Tjörnina í Reykjavík.
- 1917 - Októberbyltingin: Miðstjórn bolsévika samþykkti með 19 atkvæðum gegn 2 að hefja undirbúning að vopnaðri byltingu í Rússlandi.
- 1945 - Sjómannaskólinn var vígður á Rauðarárholti.
- 1946 - Á Norður- og Austurlandi sást mikill fjöldi glóandi loftsteina, svokallaðra vígahnatta, og töldu menn á Kópaskeri um fjögur hundruð á tuttugu mínútum.
- 1964 - Sumarólympíuleikarnir voru settir í Tókýó.
- 1970 - Fídjieyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1970 - Auður Auðuns tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrsti kvenráðherra á Íslandi.
- 1970 - Októberkreppan: Skæruliðasamtökin Front de libération du Québec rændu atvinnumálaráðherra fylkisins, Pierre Laporte.
- 1972 - Helgi Hóseasson sletti skyri á alþingismenn við þingsetningu.
- 1973 - Spiro T. Agnew sagði af sér embætti varaforseta Bandaríkjanna.
- 1974 - Norræna eldfjallastöðin var formlega opnuð í Reykjavík.
- 1974 - Breski verkamannaflokkurinn vann nauman meirihluta í þingkosningum. Harold Wilson varð forsætisráðherra.
- 1975 - Elizabeth Taylor og Richard Burton giftust öðru sinni en skildu aftur tæpum 10 mánuðum seinna.
- 1976 - Fjórmenningaklíkan í Kína var handtekin. Það markar endalok Menningarbyltingarinnar.
- 1978 - Daniel arap Moi varð forseti Kenýa.
- 1980 - Margaret Thatcher hélt fræga ræðu þar sem hún klykkti út með orðunum „The lady is not for turning“.
- 1980 - Yfir 2600 manns létu lífið þegar jarðskjálfti lagði bæinn El Asnam í rúst. Hann var síðar endurbyggður sem Chlef.
- 1981 - Um 300.000 manns mótmæltu kjarnavopnum í Bonn í Vestur-Þýskalandi.
- 1985 - Tvær bandarískar orrustuþotur flugu í veg fyrir egypska flugvél sem flutti palestínsku ræningjana og neyddi hana til að lenda á Sikiley.
Fædd
- 1332 - Karl illi, konungur Navarra (d. 1387).
- 1344 - María Plantagenet, hertogaynja af Bretagne, fyrsta kona Jóhanns 5. (d. 1362).
- 1731 - Henry Cavendish, breskur vísindamaður (d. 1810).
- 1813 - Giuseppe Verdi, ítalskt tónskáld (d. 1901).
- 1830 - Ísabella 2. Spánardrottning (d. 1904).
- 1861 - Fridtjof Nansen, norskur landkönnuður (d. 1930).
- 1871 - Elínborg Jacobsen, færeyskur læknir (d. 1929).
- 1898 - Guðmundur G. Hagalín, íslenskur rithöfundur (d. 1985).
- 1899 - Wilhelm Röpke, þýskur hagfræðingur (d. 1966).
- 1900 - Skúli Guðmundsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1969).
- 1901 - Alberto Giacometti, svissneskur myndlistarmadur (d. 1966).
- 1913 - Claude Simon, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2005).
- 1930 - Harold Pinter, breskt leikskáld (d. 2008).
- 1939 - Ellert B. Schram, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1953 - Midge Ure, skoskur söngvari (Ultravox).
- 1957 - Rumiko Takahashi, japanskur myndasöguhöfundur.
- 1958 - Tanya Tucker, bandarísk söngkona.
- 1959 - Kirsty MacColl, bresk söngkona og lagahöfundur (d. 2000).
- 1959 - Bradley Whitford, bandarískur leikari.
- 1965 - Rebecca Pidgeon, ensk leikkona.
- 1966 - Carolyn R. Bertozzi, bandarískur efnafræðingur.
- 1966 - Steinarr Ólafsson, íslenskur leikari og forritari.
- 1967 - Gavin Newsom, fylkisstjóri Kaliforníu.
- 1982 - Logi Eldon Geirsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1990 - Gary John Martin, enskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Xherdan Shaqiri, svissneskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1659 - Abel Tasman, hollenskur landkönnuður (f. 1603).
- 1796 - Júlíana María, dönsk ekkjudrottning, kona Friðriks 5. (f. 1729).
- 1803 - Bogi Benediktsson í Hrappsey (f. 1720).
- 1837 - Charles Fourier, franskur heimspekingur (f. 1772).
- 1914 - Karl 1., konungur Rúmeníu.
- 1962 - Trygve Gulbranssen, norskur rithöfundur (f. 1894).
- 1963 - Édith Piaf, frönsk söngkona (f. 1915).
- 1964 - Eddie Cantor, bandarískur söngvari (f. 1892).
- 1970 - Édouard Daladier, franskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1974 - Helgi Hermann Eiríksson, íslenskur bankastjóri (f. 1890).
- 1985 - Yul Brynner, rússneskur-bandarískur leikari (f. 1920).
- 1985 - Orson Welles, bandarískur leikstjóri (f. 1915).
- 2000 - Sirimavo Bandaranaike, srílanskur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 2004 - Christopher Reeve, amerískur leikari, lamaðist eftir að hafa dottið af hestbaki árið 1995 (f. 1952).
- 2005 - Milton Obote, úgandískur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 2011 - Erlingur E. Halldórsson, íslenskur þýðandi (f. 1930).
- 2011 - Masahiro Hamazaki, japanskur knattspyrnumaður (f. 1940).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|