Guðný Helgadóttir var vígð abbadís í Reynistaðarklaustri. Sama ár er nunnan Kristín sögð hafa verið vígð abbadís. Líklega er þetta sama manneskjan og Guðný hefur tekið sér dýrlingsnafnið Kristín við vígsluna en Kristínarnafn var þá ekki notað á Íslandi.