17. febrúar - Gerð var tilraun til að steypa forseta Gabon, Léon M'ba, af stóli í herforingjabyltingu, en franski herinn kom honum aftur til valda næsta dag.
25. febrúar - Cassius Clay (sem breytti skömmu síðar nafninu í Muhammad Ali) vann heimsmeistaratitillinn í hnefaleikum.
18. mars - Um 50 marokkóskir stúdentar réðust inn í sendiráð Marokkó í Moskvu til að mótmæla dauðadómi yfir ellefu meintum þátttakendum í morðtilraun gegn Hassan 2.
Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti og Níkíta Khrústsjov aðalritari sovéska kommúnistaflokksins tilkynntu samtímis að þeir hygðust draga úr framleiðslu kjarnavopna.
Fyrstu stóru mótmæli stúdenta gegn Víetnamstríðinu fóru fram í New York og San Francisco.
7. maí - Pacific Air Lines flug 773 hrapaði í Kaliforníu með þeim afleiðingum að 44 fórust. Rannsókn á flugrita leiddi í ljós að farþegi hefði skotið flugmennina til bana.
22. maí - Lyndon B. Johnson kynnti hugmyndina um „hið mikla samfélag“, röð félagslegra umbóta til að berjast gegn fátækt, í ræðu fyrir útskriftarnema Michigan-háskóla.
24. maí - Knattspyrnuóeirðirnar í Líma 1964: Óeirðir brutust út á knattspyrnuleik milli Perú og Argentínu í kjölfar umdeildrar ákvörðunar dómara. 319 létu lífið og 500 slösuðust.
27. maí - Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC voru stofnuð sem „Suðurblokkin“.