Bjarni Elvar Pjetursson fæddur 4. nóvember 1964 er íslenskur tannlæknir og forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Bjarni er með sérfræðimenntun í munn og tanngervalækningum og í tannholdslækningum og tannplantafræðum frá Háskólanum í Bern. Bjarni starfar sem prófessor í munn og tanngervalækningum við tannlæknadeild Háskóla Íslands samhliða starfi sínu sem tannlæknir[1].
- ↑ „Bjarni Elvar Pjetursson“. Tannlæknastofan Valhöll. Sótt 17. september 2024.