6. janúar
6. janúar er 6. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 359 dagar (360 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1066 - Haraldur Guðinason var krýndur konungur Englands.
- 1266 - Karl 1. af Anjou var krýndur konungur Sikileyjar og Napólí í Róm af fimm kardínálum þótt Manfreð Sikileyjarkonungur sæti enn á konungsstóli.
- 1449 - Konstantín 9. var krýndur síðasti keisari Austrómverska keisaradæmisins.
- 1540 - Hinrik 8. Englandskonungur gekk að eiga fjórðu eiginkonu sína, Önnu af Cleves. Hjónabandið var dæmt ógilt sex mánuðum síðar.
- 1560 - Giovanni Angelo de’Medici varð Píus 4. páfi.
- 1579 - Atrechtsambandið sameinaði suðurhéruð Niðurlanda undir stjórn Alessandro Farnese hertogans af Parma og lýsti yfir hollustu við Filippus 2. Spánarkonung.
- 1612 - Axel Oxenstierna varð ríkiskanslari í Svíþjóð.
- 1661 - Menn fimmta konungsríkisins reyndu að ná völdum í London en herdeild George Monck sigraði þá.
- 1690 - Jósef, sonur Leópolds 1., var krýndur konungur Ungverjalands og konungur Rómverja.
- 1709 - Mesta kuldatímabil í Evrópu í 500 ár hófst og stóð í þrjá mánuði. Tugþúsundir manna dóu úr kulda og enn fleiri úr hungri vegna uppskerubrests um sumarið og haustið.
- 1838 - Samuel Morse kynnti ritsíma sinn í fyrsta sinn opinberlega.
- 1902 - Í Reykjavík var haldinn grímudansleikur í fyrsta sinn og þótti góð skemmtun.
- 1919 - Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð.
- 1923 - Halldór Laxness gerðist meðlimur hinnar heilögu kaþólsku kirkju og var fermdur og skírður fullu nafni Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness í Clervaux-klaustri í Lúxemborg.
- 1936 - Julio María Sanguinetti varð forseti Úrúgvæ.
- 1947 - Enski togarinn Lois strandaði á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Björgunarsveitin Þorbjörn, sem þá var nýstofnuð innan Slysavarnadeildarinnar Þorbjörns, bjargaði 15 skipverjum með fluglínutækjum. Einn skipverja, skipstjórinn, fórst þegar hann reyndi síðastur manna að komast í björgunarstólinn.
- 1949 - Fæðingardeild Landspítalans og Ljósmæðraskólinn fluttu í nýtt hús við Landspítalann.
- 1957 - Elvis Presley kom fram í þriðja og síðasta skipti í sjónvarpsþætti Eds Sullivan og var aðeins sýndur fyrir ofan mitti þar sem mjaðmahreyfingar hans þóttu ósiðlegar.
- 1965 - Neðansjávargosi í Surtlu norðaustan við Surtsey lauk.
- 1968 - Rannsóknastöð Hjartaverndar var tekin í notkun. Fyrsti yfirlæknir hennar var Ólafur Ólafsson, síðar landlæknir.
- 1977 - Tónlistarframleiðandinn EMI sagði upp samningi við hljómsveitina Sex Pistols.
- 1978 - Bandaríkin skiluðu Stefánskórónunni til Ungverjalands, en hún hafði verið í Bandaríkjunum frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.
- 1986 - Hafskipsmálið: Íslenska skipafélagið Hafskip var lýst gjaldþrota.
- 1986 - Verslunarskóli Íslands flutti úr miðborg Reykjavíkur í nýtt húsnæði við Ofanleiti.
- 1990 - Sjónvarpsþáttur spaugstofunnar 90 á stöðinni hóf göngu sína í Ríkisútvarpinu.
- 1992 - Armenar í Nagornó-Karabak lýstu yfir stofnun Nagornó-Karabaklýðveldisins.
- 1993 - Bombeyuppþotin hófust í Mumbai á Indlandi vegna niðurrifs Babri Masjid.
- 1994 - Árásarmaður barði skautadrottninguna Nancy Kerrigan í fótinn að undirlagi fyrrverandi eiginmanns keppinautar hennar, Tonya Harding.
- 1995 - Eldur braust út í íbúðabyggingu í Manila á Filippseyjum. Lögreglumenn fundu tölvu og sprengiefni með lýsingu á Bojinkaáætluninni um stórfellda hryðjuverkaárás. Höfuðpaurinn, Ramzi Yousef, var handtekinn skömmu síðar.
- 1995 - Fyrsta vefútgáfa norsks dagblaðs kom út þegar Brønnøysunds Avis hóf útgáfu á netinu.
- 1998 - Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn missti höfuðið í annað sinn.
Fædd
- 1367 - Ríkharður 2. Englandskonungur (d. 1400).
- 1412 - Jóhanna af Örk, frönsk þjóðhetja og rómverskur dýrlingur (d. 1431).
- 1617 - Kristoffer Gabel, danskur stjórnmálamaður (d. 1673).
- 1775 - Guttormur Pálsson, prestur í Vallanesi (d. 1860). Hann er talinn elsti Íslendingur sem til er ljósmynd af.
- 1826 - Adolf Kirchhoff, þýskur fornfræðingur (d. 1908).
- 1832 - Gustave Doré, franskur myndlistarmaður (d. 1883).
- 1850 - Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum, íslenskur bóndi (d. 1939).
- 1859 - Skúli Thoroddsen, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1916).
- 1861 - Victor Horta, belgískur arkitekt (d. 1947).
- 1870 - Gustav Bauer, þýskur stjórnmálamaður (d. 1944).
- 1878 - Carl Sandburg, bandarískur rithöfundur (d. 1967).
- 1878 - Halldór Hermannsson, íslenskur bókfræðingur (d. 1958).
- 1883 - Khalil Gibran, líbanskt skáld (d. 1931).
- 1901 - Tómas Guðmundsson, íslenskt skáld (d. 1983).
- 1919 - Edward Robert Harrison, breskur heimsfræðingur (d. 2007).
- 1920 - Sun Myung Moon, kóreskur trúarleiðtogi (d. 2012).
- 1924 - Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu (d. 2009).
- 1936 - Julio María Sanguinetti, forseti Úrúgvæ.
- 1946 - Syd Barrett, gítarleikari Pink Floyd (d. 2006).
- 1947 - Alan Dale, nýsjálenskur leikari.
- 1953 - Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.
- 1955 - Rowan Atkinson, breskur leikari.
- 1958 - Cássia Kis, brasilísk leikkona.
- 1960 - Atli Harðarson, íslenskur heimspekingur.
- 1964 - Ólafur Gunnar Guðlaugsson, íslenskur rithöfundur.
- 1969 - Bergur Þór Ingólfsson, íslenskur leikari.
- 1973 - Þórunn Lárusdóttir, íslensk leikkona.
- 1982 - Eddie Redmayne, breskur leikari.
- 1986 - Petter Northug, norskur meistari í skíðagöngu.
- 1986 - Alex Turner, enskur söngvari.
Dáin
- 1448 - Kristófer af Bæjaralandi, konungur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar (f. 1416).
- 1537 - Alessandro de'Medici hertogi af Flórens myrtur (f. 1510).
- 1598 - Fjodor 1. Rússakeisari (f. 1557).
- 1607 - Guidobaldo del Monte, ítalskur vísindamaður (f. 1545).
- 1673 - Gísli Vigfússon, skólameistari í Hólaskóla (f. 1637).
- 1780 - Guðni Sigurðsson, íslenskur sýslumaður (f. 1714).
- 1852 - Louis Braille, franskur blindrakennari, sem fann upp blindraletur (f. 1809).
- 1882 - Richard Henry Dana, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1815).
- 1884 - Gregor Mendel, austurrískur munkur (f. 1822).
- 1918 - Georg Cantor, þýskur stærðfræðingur (f. 1845).
- 1919 - Theodore Roosevelt, Bandaríkjaforseti (f. 1858).
- 1990 - Pavel Alekseyevich Čerenkov, rússneskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1904).
- 1993 - Dizzy Gillespie, bandarískur djassleikari (f. 1917).
- 1997 - Teiichi Matsumaru, japanskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 2000 - Bárður Ísleifsson, íslenskur arkitekt (f. 1905).
- 2022 - Sidney Poitier, bahamisk-bandariskur leikari (f. 1927).
Hátíðis- og tyllidagar
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|