Axel Gustafsson Oxenstierna (16. júní 1583 – 28. ágúst 1654) greifi af Suðurmæri, var sænskur stjórnmálamaður. Hann varð ráðherra í leyndarráðinu 1609 og var ríkiskanslari Svíþjóðar frá 1612 til dauðadags. Hann var aðalráðgjafi Gústafs Adolfs og Kristínar Svíadrottningar.
Oxenstierna lék mikilvægt hlutverk í Þrjátíu ára stríðinu og var skipaður landstjóri í Prússlandi þegar Svíar lögðu það undir sig. Hann lagði einnig grunninn að sænskri stjórnsýslu og er talinn ein af áhrifamestu persónum sænskrar sögu.