1955 - Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. Slíkur fundur varð ekki á dagskrá fyrr en 31 og hálfu ári síðar, 10. október1986.
1976 - Opinbera lestarfyrirtækið Conrail var stofnað í Bandaríkjunum til að taka við rekstri 13 gjaldþrota járnbrauta.
1979 - Barnastöðin Pinwheel Network breytti nafni sínu í Nickleodeon og hóf útsendingar á ýmsum kapalkerfum Warner.
1979 - Austurrískir lögreglumenn handtóku lærlinginn Andreas Mihavecz, lokuðu hann inni í fangaklefa og gleymdu honum svo. Hann fannst aftur fyrir tilviljun 17 dögum síðar og hafði lifað af með því að sleikja raka af veggjum klefans.
2001 - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
2001 - Flugslysið á Hainan: Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.