Kringvarp Føroya er ríkisrekinn fjölmiðill í Færeyjum sem rekur bæði sjónvarps- og útvarpsstöð. Kringvarp Føroya er staðsett í höfuðstaðnum Þórshöfn. Sjónvarp og útvarp færeyja voru sameinuð þann 1. janúar 2005, eftir tillögu frá mennta og menningaráðherranum Jógvan á Lakjunni. Forstjóri Kringvarps Færeyja er Annika M. Jacobsen.
Sjónvarp Færeyja
Sjónvarp færeyja er ríkisrekin sjónvarpstöð í Færeyjum. Samningur var gerður við fyrsta forstöðumann stöðvarinnar, Jógvan Asbjørn Skaale, í mars 1983 til fimm ára. Stöðin hóf útsendingar opinberlega 1. apríl 1984 og var kominn í fullan rekstur þann 1. september 1984.
Útvarp Færeyja
Útvarp færeyja er ríkisrekin útvarpstöð í Færeyjum. Hún var stofnuð árið 1957 og hóf útsendingar þann 6. febrúar 1957. Fyrsti útvarpstjóri stöðvarinnar var Axel Tórgarð og eftirmaður hans var Niels Juel Arge.
Sjónvarpsþættir
- Dagur & Vika (Fréttaþáttur)
- 3-2 (Íþróttaþáttur)
- Tikk Takk (Leikjaþáttur fyrir börn)
Tenglar