Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

DR

DR Byen, höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.

DR (áður Danmarks Radio) er ríkisrekinn fjölmiðill í Danmörku sem rekur bæði sjónvarps- og útvarpsstöðvar, auk vefmiðla. Höfuðstöðvar DR eru frá 2006 í DR Byen á Amagerbro í Kaupmannahöfn. DR var stofnað árið 1925 og er elsti starfandi útvarpsmiðill Danmerkur. Fyrirmyndin að stofnun DR var BBC í Bretlandi (stofnað 1922). DR er stofnaðili að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Bjarne Corydon er forstjóri DR.[1]

DR var fjármagnað með sérstöku útvarpsgjaldi til 2022, þegar við tók sérstök álaga á tekjuskatt.[2]

Tilvísanir

  1. Hansen, Christina (9 maí 2025). „Danmarks tidigare finansminister blir ny generaldirektör för DR“ (sænska). Sótt 15 maí 2025.
  2. „Så meget vinder eller taber du på at licensen bliver afskaffet“. finans.dk. 16. marts 2018.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya