3. júní
3. júní er 154. dagur ársins (155. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 211 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1098 - Fyrsta krossferðin: Antíokkía féll í hendur krossfara eftir 8 mánaða umsátur.
- 1140 - Franski fræðimaðurinn Pierre Abélard var ákærður fyrir trúvillu.
- 1326 - Hólmgarðssáttmálinn batt endi á Sænsk-hólmgersku stríðin.
- 1605 - Hogenskild Bielke var hálshöggvinn fyrir þátttöku í samsæri gegn Karli 9. í Svíþjóð.
- 1620 - Bygging elstu steinkirkju í franska hluta Norður-Ameríku hófst í Quebec í Kanada.
- 1644 - Li Zicheng lýsti sjálfan sig keisara Kína.
- 1654 - Loðvík 14. var krýndur konungur Frakklands í Rheims.
- 1746 - Húsagatilskipunin gefin út á Íslandi. Þar var kveðið á um réttindi og skyldur húsbænda og hjúa og einnig ákvæði um uppeldi barna.
- 1800 - John Adams, forseti Bandaríkjanna, tók sér lögheimili í Washington, D.C. Hvíta húsið var þó ekki tilbúið.
- 1844 - Síðustu tveir geirfuglarnir sem vitað er um voru veiddir í Eldey.
- 1848 - Peter Duus keypti verslunina í Keflavík af Martin Smith á 3.700 ríkisdali.
- 1866 - Pétur Pétursson vígður biskup. Hann var áður forstöðumaður prestaskólans.
- 1889 - Austur- og vesturströnd Kanada voru tengdar saman með lestarteinum.
- 1926 - Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar undir stjórn Jóns Leifs, tónskálds, hélt tónleika í Iðnó í Reykjavík og voru þeir sagðir mesti listviðburður í sögu landsins.
- 1932 - Ríkisstjórn undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar tók við völdum.
- 1937 - Flugfélag Akureyrar var stofnað, er síðar varð Flugfélag Íslands, hið þriðja með því nafni. Það sameinaðist síðar Loftleiðum og myndaði Flugleiðir.
- 1946 - Fimm fórust og fimmtíu manns misstu heimili sín í miklum eldsvoða á Ísafirði.
- 1950 - Annapurna, 10. hæsta fjall heims, var klifið í fyrsta sinn.
- 1951 - Bjarni Jónsson dómprófastur kvaddi söfnuð sinn í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir 41 árs þjónustu. Talið er að hann hafi unnið fleiri prestsverk en nokkur annar hér á landi. Hann mun hafa jarðsungið yfir 6000 manns.
- 1951 - Fyrsta óperan var sett upp í Þjóðleikhúsinu: Rigoletto eftir Verdi.
- 1955 - Ein fyrsta ísbúð á landinu var opnuð: Dairy Queen við Hjarðarhaga í Reykjavík.
- 1968 - Valerie Solanas reyndi að drepa Andy Warhol með því að skjóta hann þrisvar.
- 1974 - Menntaskólinn á Ísafirði útskrifaði fyrstu stúdentana.
- 1977 - Bob Marley and the Wailers gáfu út breiðskífuna Exodus, sem síðar var valin „breiðskífa aldarinnar“ af tímaritinu Time Magazine.
- 1979 - Olíublástur varð í könnunarholu í Campeche-flóa.
- 1983 - Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var komið á fót með 12 sérþjálfuðum mönnum.
- 1984 - Ronald Reagan heimsótti þorpið Ballyporeen á Írlandi þaðan sem forfeður hans eru.
- 1987 - Verkamannaflokkur Vanúatú var stofnaður.
- 1989 - Jóhannes Páll 2. páfi kom til Íslands og söng meðal annars messu við Landakotskirkju. Þúsundir sóttu þá messu.
- 1989 - Átök brutust út milli Úsbeka og Tyrkja í Sovétlýðveldinu Úsbekistan. 100 létust í átökunum sem stóðu til 15. júní.
- 1991 - Unzenfjall í Japan gaus með þeim afleiðingum að 43 fórust í gjóskuhlaupi.
- 1992 - Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var sett í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 1997 - Lionel Jospin varð forsætisráðherra Frakklands.
- 1998 - Lestarslysið í Eschede: Yfir 100 létust þegar hraðlest fór út af teinunum milli Hannóver og Hamborgar í Þýskalandi.
Fædd
- 1540 - Karl 2., erkihertogi af Austurríki (d. 1590).
- 1761 - Henry Shrapnel, breskur uppfinningamaður (d. 1842).
- 1825 - Magnús Grímsson, íslenskur þjóðsagnasafnari (d. 1860).
- 1843 - Friðrik 8. Danakonungur (d. 1912).
- 1864 - Ransom E. Olds, bandarískur bílaframleiðandi (d. 1950).
- 1865 - Georg 5., Bretakonungur (d. 1936).
- 1882 - Guðrún Indriðadóttir, íslensk leikkona (d. 1968).
- 1887 - Guðrún frá Lundi, íslenskur rithöfundur (d. 1975).
- 1923 - Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa (d. 1991).
- 1925 - Tony Curtis, bandarískur leikari (d. 2010).
- 1926 - Allen Ginsberg, bandarískt skáld (d. 1997).
- 1942 - Curtis Mayfield, bandarískur lagahöfundur og tónlistarmaður (d. 1999).
- 1946 - Ian Hunter, enskur tónlistarmaður (Mott the Hoople).
- 1950 - Suzi Quatro, bandarísk leikkona og tónlistarmaður.
- 1951 - Jill Biden, bandarísk forsetafrú.
- 1963 - Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú heimur 1986.
- 1964 - Kerry King, bandarískur tónlistarmaður (Slayer).
- 1970 - Stefán Máni, íslenskur rithöfundur.
- 1986 - Rafael Nadal, spænskur tennisleikari.
- 1992 - Mairo Götze, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1334 - Haukur Erlendsson, lögmaður á Íslandi.
- 1657 - William Harvey, enskur læknir (f. 1578).
- 1877 - Soffía af Württemberg, drottning Hollands (f. 1818).
- 1899 - Johann Strauss II, austurrískt tónskáld (f. 1825).
- 1924 - Franz Kafka, tékkneskur rithöfundur (f. 1883).
- 1963 - Jóhannes 23. páfi (f. 1881).
- 1964 - Frans Eemil Sillanpää, finnskur rithöfundur og verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1888).
- 1975 - Eisaku Sato, forsætisráðherra Japans og verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbels (f. 1901).
- 1976 - Viggo Kampmann, danskur forsætisráðherra (f. 1910).
- 1977 - Archibald Vivian Hill, enskur lífeðlisfræðingur (f. 1886).
- 1989 - Ayatollah Ruhollah Khomeini, íranskur shíta-leiðtogi (f. 1900).
- 2009 - David Carradine, bandarískur leikari (f. 1936).
- 2010 - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands (f. 1919).
- 2016 - Jón Skaftason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 2016 - Muhammad Ali, bandarískur hnefaleikamaður (f. 1942).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|