Loftleiðir

Auglýsing frá Loftleiðum frá árinu 1973.

Loftleiðir voru íslenskt flugfélag sem var stofnað 10. mars 1944 af þremur íslenskum flugmönnum sem höfðu lokið flugnámi í Kanada. Fyrstu árin rak félagið aðeins innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli en 1947 hóf það millilandaflug til Kaupmannahafnar með Douglas DC-4-vél. 1948 fékk félagið starfsleyfi í Bandaríkjunum og 1952 hóf það ferðir milli Bandaríkjanna og Evrópu með millilendingu á Íslandi.

Á 7. áratug 20. aldar varð félagið fyrst í heimi með lággjaldaflug milli Bandaríkjanna og Evrópu. Harðnandi samkeppni leiddi til þess að félagið sameinaðist Flugfélagi Íslands árið 1973 undir nafninu Flugleiðir sem var myndað úr nöfnum flugfélaganna tveggja.

Tenglar