Árið 1975 kom Alþýðubankamálið upp þegar bankaeftirlit Seðlabankans taldi sitthvað athugavert við stór lán til nokkurra viðskiptavina bankans án fullnægjandi veða. Air Viking var meðal þessara aðila. Möguleg rekstrarvandræði félagsins voru mikið til umræðu þetta ár og töluðu margir um aðför að fyrirtækinu. Í mars 1976 ákvað Olíufélagið að gjaldfella skuldir Air Viking en við það varð flugfélagið gjaldþrota og Olíufélagið fékk allar eigur þess. Flugfélagið Arnarflug var stofnað nokkrum dögum síðar til að kaupa flugrekstur Air Viking úr þrotabúinu.