Bashar al-Assad

Bashar al-Assad
بشار حافظ الأسد‎
Forseti Sýrlands
Í embætti
17. júlí 2000 – 8. desember 2024
ForsætisráðherraMuhammad Mustafa Mero
Muhammad Naji al-Otari
Adel Safar
Riyad Farid Hijab
Omar Ibrahim Ghalawanji
Wael Nader al-Halqi
Imad Khamis
Hussein Arnous
Mohammad Ghazi al-Jalali
VaraforsetiAbdul Halim Khaddam
Zuhair Masharqa
Farouk al-Sharaa
Najah al-Attar
ForveriHafez al-Assad
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. september 1965 (1965-09-11) (59 ára)
Damaskus, Sýrlandi
StjórnmálaflokkurSýrlenski Ba'ath-flokkurinn
MakiAsma al-Assad (g. 2000)
BörnHafez (f. 2001)
Zein (f. 2003)
Karim (f. 2004)
ForeldrarHafez al-Assad og Anisa Makhlouf
StarfAugnlæknir, stjórnmálamaður
Undirskrift

Bashar Hafez al-Assad (arabíska: بشار حافظ الأسد‎ Baššār Ḥāfiẓ al-ʾAsad, f. 11. september 1965) er fyrrverandi forseti Sýrlands, yfirmaður sýrlenska hersins og leiðtogi Ba'ath-flokksins. Hann tók við forsetaembættinu af föður sínum Hafez al-Assad sem var leiðtogi Sýrlands í 30 ár og ríkti til dauðadags. Assad útskrifaðist í læknisfræði frá Háskólanum í Damaskus árið 1988 og hóf eftir það störf sem herlæknir. Fjórum árum síðar fór hann í framhaldsnám í augnlæknisfræði við Western Eye Hospital í London.

Eftir að eldri bróðir hans lést í bílslysi árið 1994 var Assad kallaður aftur til Sýrlands til að taka við stöðu ríkisarfa. Þá fór hann í herskóla og sá um hersetu Líbanon árið 1998. Í desember árið 2000 giftist hann konu sinni Asma Assad. Assad var kosinn forseti Sýrlands árin 2000 og 2007, eftir að Sýrlenska alþýðuráðið bauð hann fram tvisvar án mótframbjóðanda. Stjórn Assads var alræðisstjórn. Stjórnin lýsti sjálfri sér sem veraldlegri, en sérfræðingar voru þeirra skoðunar að hún nýtti sér ýfingar milli þjóðarbrota og trúarhópa til að halda valdi sínu.

Í upphafi töldu bæði innlendir og alþjóðlegir stjórnmálaskýrendur Assad vera umbótasinna, en það breyttist þegar hann hóf herferð gegn mótmælendum í Arabíska vorinu sem leiddi til borgarstríðs í Sýrlandi. Stjórnarandstaðan í Sýrlandi, Bandaríkin, Kanada, Evrópusambandið og meirihluti aðildarríkja Arababandalagsins hafa kallað eftir afsögn Assads. Sameinuðu þjóðirnar lýstu hann meðsekan í stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í borgarastríðinu. Hann er efst á lista Alþjóðlega sakamáladómstólsins yfir einstaklinga sem bera mesta ábyrgð fyrir stríðsglæpi. Áætlað er að 200.000 pólitískir fangar hafi verið í varðhaldi frá og með janúar 2015 fyrir að mótmæla stjórn Assads.

Í apríl 2014 tilkynnti Assad að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í þriðja skiptið. Þetta voru fyrstu forsetakosningarnir í Sýrlandi í áratugi með fleiri en einn frambjóðanda. Bandaríkin og Evrópusambandið lýstu yfir alvarlegum efasemdum um lögmæti kosninganna og áhrif þeirra á friðarviðræður við sýrlensku stjórnarandstöðuna. Þann 16. júlí 2014 sór hann sjö ára embættiseið í þriðja skiptið í forsetahöllinni í Damaskus.

Assad var aftur endurkjörinn til sjö ára kjörtímabils í maí árið 2021. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hann 95,1% at­kvæða.[1]

Í desember 2024 hóf uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham óvænta skyndisókn gegn stjórn Assads í norðvesturhluta Sýrlands.[2] Uppreisnarmönnum tókst að leggja undir sig stórborgirnar Aleppó, Homs og Hama á skömmum tíma án verulegrar mótspyrnu frá stjórnarher Assads og hófu síðan umsátur um höfuðborgina Damaskus.[3] Þann 8. desember var Assad flúinn frá Sýrlandi og höfuðborgin fallin í hendur uppreisnarmannanna. Var þar með bundinn endi á stjórn Assad-fjölskyldunnar í Sýrlandi.[4] Assad kom í kjölfarið til Moskvu og hlaut hæli í Rússlandi.[5]

Tilvísanir

  1. „Assad endurkjörinn forseti Sýrlands“. mbl.is. 27. maí 2021. Sótt 17. júní 2021.
  2. Hugrún Hannesdóttir Diego (4. desember 2024). „Uppreisnarsveitir fikra sig sunnar og safna liðsstyrk“. RÚV. Sótt 6. desember 2024.
  3. Tómas Arnar Þorláksson (7. desember 2024). „Víga­menn leggja undir sig út­hverfi höfuð­borgarinnar“. Vísir. Sótt 7. desember 2024.
  4. Eiður Þór Árnason (8. desember 2024). „Skyndi­sókn batt enda á 24 ára valda­tíð Bashar Assad í Sýr­landi“. Vísir. Sótt 8. desember 2024.
  5. Tómas Arnar Þorláksson (8. desember 2024). „Assad hlaut hæli í Rúss­landi af mann­úðar­á­stæðum“. Vísir. Sótt 8. desember 2024.

Heimild


Fyrirrennari:
Hafez al-Assad
Forseti Sýrlands
(17. júlí 20008. desember 2024)
Eftirmaður:
Abu Mohammad al-Julani
(í reynd)


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.