Wael Nader al-Halqi (arabíska: وائل نادر الحلقي, fæddur 1964) var forsætisráðherra Sýrlands frá 2012 til 2016 en var áður heilbrigðisráðherra. Hann er kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir með gráðu frá Háskólanum í Damaskus. Hann var skipaður forsætisráðherra af Bashar al-Assad eftir að fyrirrennari hans, Riyad Farid Hijab, flúði til Jórdaníu og lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna.