24. júlí
24. júlí er 205. dagur ársins (206. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 160 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1216 - Honóríus 3. var kjörinn páfi.
- 1245 - Uppreisn var gerð gegn Sancho 2. konungi í Portúgal, sem flúði land. Hann var þó ekki settur formlega af fyrr en í desember 1247.
- 1567 - María Skotadrottning var neydd til að afsala sér völdum í hendur sonar síns, Jakobs 6.
- 1599 - Sigmundur 3. Svíakonungur var settur af og föðurbróðir hans, Karl hertogi, varð ríkisstjóri.
- 1684 - Robert de LaSalle lagði upp frá Frakklandi með stóran leiðangur í þeim tilgangi að koma upp franskri landnemabyggð við ósa Mississippifljóts.
- 1896 - Fjórar nunnur komu til Íslands og settust að í Reykjavík til þess að hjúkra sjúkum. Þá höfðu ekki verið nunnur á landinu síðan fyrir siðaskipti.
- 1908 - Abdúl Hamid 2. Tyrkjasoldán lét undan þrýstingi Ungtyrkja og endurreisti þingbundna konungsstjórn í Tyrkjaveldi.
- 1924 - Alþjóða skáksambandið var stofnað í París.
- 1948 - Syngman Rhee tók við embætti sem fyrsti forseti Suður-Kóreu.
- 1956 - Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks settist að völdum og sat í tvö ár undir forsæti Hermanns Jónassonar. Menntamálaráðherra varð Gylfi Þ. Gíslason og hélt hann því embætti í öllum ríkisstjórnum í 15 ár.
- 1961 - Júrí Gagarín, fyrsti geimfarinn, kom við á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir að hann fór í fyrstu geimferðina.
- 1975 - Filippseyjar og Taíland lýstu því yfir að Suðaustur-Asíubandalagið (SEATO) yrði lagt niður.
- 1980 - Ríkisstjórn Íslands skrifaði undir Alþjóðlegan samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Hann tók þó ekki gildi fyrr en 18. júní 1985.
- 1982 - Á Skeiðarársandi fannst skipsflak, sem í fyrstu var talið vera flak gullskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem fórst þar árið 1667. Í ljós kom að flakið var af þýskum togara frá 1903.
- 1985 - Bandaríska teiknimyndin Svarti ketillinn var frumsýnd.
- 1990 - Fyrra Persaflóastríðið: Íraskar hersveitir söfnuðust saman við Kúveit.
- 1996 - 56 létust þegar sprengja sprakk í lest utan við Kólombó á Srí Lanka.
- 1998 - Bandaríska kvikmyndin Björgun óbreytts Ryans var frumsýnd.
- 2001 - Tamíltígrar réðust á Bandaranaike-flugvöll.
- 2001 - Simeon Saxe-Coburg-Gotha, síðasti keisari Búlgaríu, varð 48. forsætisráðherra landsins.
- 2002 - Alfred Moisiu varð forseti Albaníu.
- 2003 - Ástralir hófu RAMSI-aðgerðina á Salómonseyjum eftir að stjórn eyjanna hafði óskað eftir alþjóðlegri aðstoð vegna innanlandsófriðar.
- 2007 - Bamir Topi varð forseti Albaníu.
Fædd
- 1561 - María af Pfalz, fyrsta kona Karls 9. Svíakonungs (d. 1589).
- 1716 - Bolle Willum Luxdorph, danskur sagnfræðingur, ljóðskáld og embættismaður (d. 1788).
- 1783 - Símon Bólívar, frelsishetja Suður-Ameríku (d. 1830).
- 1802 - Alexandre Dumas eldri, franskur rithöfundur (d. 1870).
- 1857 - Henrik Pontoppidan, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1943).
- 1860 - Alfons Mucha, tékkneskur myndlistarmaður (d. 1939).
- 1895 - Robert Graves, enskt ljóðskáld (d. 1985).
- 1897 - Amelia Earhart, bandarískur flugmaður (d. 1937).
- 1898 - Kjartan Þorvarðsson, íslenskur knattspyrnumaður og íþróttaforkólfur (d. 1936).
- 1902 - Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (d. 1983).
- 1927 - Einar Vigfússon, íslenskur sellóleikari (d. 1973).
- 1931 - Helga Bachmann, íslensk leikkona (d. 2011).
- 1949 - Michael Richards, bandarískur leikari.
- 1952 - Carsten Jensen, danskur rithöfundur.
- 1957 - Shavkat Mirziyoyev, forseti Úsbekistans.
- 1957 - Bamir Topi, forseti Albaníu.
- 1962 - Sigríður Beinteinsdóttir, íslensk söngkona.
- 1963 - Karl Malone, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1966 - Sigurjón Þ. Árnason, íslenskur bankastjóri.
- 1968 - Kristin Chenoweth, bandarísk leikkona.
- 1969 - Jennifer López, bandarísk leikkona og söngkona.
- 1974 - Eugene Mirman, bandarískur leikari.
- 1974 - Atsuhiro Miura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Eric Szmanda, bandarískur leikari.
- 1976 - Júlía Navalnaja, rússnesk stjórnmálakona og hagfræðingur.
- 1979 - Birkir Jón Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1981 - Nayib Bukele, forseti El Salvador.
- 1985 - Dóra María Lárusdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 2000 - Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenskur handboltamaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|