Sigurjón Þ. Árnason (f. 24. júlí 1966) var bankastjóri Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið. Sigurjón lauk gráðu í vélaverkfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Hann nam MBA-gráðu við Háskólann í Minnesota og enn frekara framhaldsmnám við Tækniháskólann í Berlín. Hann var ráðinn bankastjóri við Landsbankann í apríl 2003. Skömmu eftir bankahrunið starfaði hann um tíma við stundakennslu hjá Háskólanum í Reykjavík.[1]
Sigurjón var dæmdur í 3 og hálfs árs fangelsi haustið 2015 fyrir Imon-málið sem snerist um sölu Landsbankans á eigin bréfum. Hann hafði áður, árið 2014 verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun, þar af 9 mánuði skilorðsbundið.[2]
Tenglar
Tilvísanir
- ↑ Visir.is, „Sigurjón Þ. hættur kennslu í HR“ (skoðað 27. september 2019)
- ↑ Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Ímon-málinu. Kjarninn. Skoðað 15. janúar 2016.