18. febrúar - Rússneska farsímafyrirtækið VimpelCom samþykkti að greiða bandarískum og hollenskum yfirvöldum 795 dala sekt vegna spillingar á árunum 2006-12.
15. mars - Í Sogni og Firðafylki í Noregi fannst hreindýr sem sýkst hafði af dádýrariðu. Þetta var fyrsta tilvik sjúkdómsins sem greinst hafði í Evrópu.
5. apríl - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra Íslands í kjölfar uppljóstrana um aflandsfyrirtæki hans og eiginkonu hans.
18. apríl - Sænski ráðherrann Mehmet Kaplan sagði af sér eftir að í ljós kom að hann hafði haldið ramadan hátíðlegan með hátt settum meðlimi tyrknesku nýfasistasamtakanna Gráu úlfanna.
18. júlí - Hryðjuverkaárásin í Würzburg 2016: 17 ára afganskur flóttamaður réðist með exi og hníf á fólk í lest milli Treuchtlingen og Würzburg. Hann náði að særa 5 áður en lögregla skaut hann til bana.
22. júlí - Skotárásin í München 2016: 18 ára piltur af írönskum uppruna hóf skothríð við McDonald's-stað í München. 10 létust, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur.
23. desember - Líbískri farþegaflugvél með 118 um borð var rænt og hún þvinguð til að lenda á Möltu. Flugræningjarnir gáfust upp og slepptu gíslunum án blóðsúthellinga.