Alþjóðaknattspyrnusambandið (franska: Fédération Internationale de Football Association, skammstöfun FIFA) er alþjóðlegur yfirumsjónaraðili knattspyrnu, futsal og strandfótbolta. Aðilar að sambandinu eru sex knattspyrnusambönd í öllum álfum heimsins.
FIFA skipuleggur alþjóðlegar knattspyrnukeppnir, þar á meðal Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Heimsmeistaramótið var fyrst haldið 1930 og var haldið í tuttugasta og fyrsta skipti í Rússlandi 2018.
Sambandið var stofnað 21. maí 1904 í París. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Höfuðstöðvar félagsins eru í Zürich, Sviss. 1908 varð Knattspyrnusamband Suður-Afríku fyrsta sambandið utan Evrópu sem sóttist eftir aðild. Núverandi forseti sambandsins er Gianni Infantino.
Forsetar FIFA
Fjórir forsetar hafa látist í embætti eða verið vikið frá störfum. Staðgenglar sem leystu þá af hólmi eru ekki taldir upp í listanum.