Barnalánið kallast hluti af efnahagsráðstöfunum, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens greip til í efnahagsþrengingum snemma á 9. áratugnum. Barnalánið voru tvö kúlulán sem ríkisstjórnin undir forystu Ragnars Arnalds fjármálaráðherra,
tók hjá Hambros-bankanum í London upp á 15 milljónir sterlingspunda árið 1981, og aðrar 15 milljónir árið 1983, alls 30 milljónir punda. Lánið hafði gjalddaga þann 31. janúar árið 2016[1] og hefur verið kallað „Barnalánið“ því ljóst var að það yrðu börn þeirra sem tóku lánið sem greiddu það upp.
Af láninu voru greiddir fastir 14.5% vextir árlega. Kúlulán með 14,5% vöxtum til 35 ára, þýðir að eingreiðslan í lok lánstímans er 114 sinnum hærri en upphaflega lánið.[2]
Lánið var óverðtryggt en hins vegar er það háð breytingum á gengi sterlingspunds, sem var tæpar 15 krónur þegar lánið var tekið en var í febrúar 2015 um 200 krónur og lánið komið í 5,6 miljarða kr. [3] Þegar börnin borguðu loksins lánið var upphæðin 7,1 milljarður.[4]
Andvirði lánsins var nýtt til margvíslegra framkvæmda, meðal annars til þess að minnka atvinnuleysi. Fjármálaráðherra var Ragnar Arnalds.[5]
Barnalánið hefur verið greitt upp að fullu.[6]
Tilvísanir
Heimildir